Breiðfirðingur - 01.04.1989, Page 125
BREIÐFIRÐINGUR
123
dauðu að því er virðist. Bíður það þá örlaga siirna mjög
stillilega en þegar því fer að leiðast biðin, gefur það frá sér
sladdandi hljóð. Samskonar sladdandi hljóð mátti heyra í
baðstofum hér áður fyrr, einkum fyrripart nætur, þegar grið-
konur feitar voru gnúðar sem ákafast til frygðar.
Bíldrykkur sá er bensín kallast hefur mér reynst einna
bestur til að aflífa þessa skepnu óskemmda í þeim tilgangi að
þurrka hana innvirðulega og gefa konum í Reykjavík,
ágætum og æruprýddum, sem ég hef kunningsskap við utan-
klæða. Þær stilla þessari skepnu upp við hliðina á Hallgrími
Péturssyni ellegar mynd af forsetanum og svo innanum platt-
ana.
Tæplega mun vera vænlegt að veiða skepnu þessa í þeim
tilgangi. En ef takast mætti að veiða hana í stórum stíl og
upphugsa þokkalega aðferð til að aflífa hana, vaknar sú
spurning hvort ekki mætti verka þessa skepnu í dægilega
krás til að selja þjóðum. Er mér fortalið að danskir og
franskir kaupi og eti ólíklegustu kvikindi og borgi þeim mun
meira fyrir sem skepnan er svipljótari samkvæmt okkar
smekk. í þessu skyni mætti ef til vill biðja dýrðarmenn fyrir
sunnan um rannsókn á þessu dýri og fá plögg með línuritum
og prósentum, svo sem í eina stresstösku til að byrja með.
Vertu blessaður
Steinólfur Lárusson
Marfló
(Úr Vestlendingi)
Fyrir nokkru, einum 2-3 árum, sá ég plagg út gefið til birt-
ingar á styrkjum margskonar til rannsóknar á mjög fjöl-
breytilegum atriðum, þar á meðal var tilgreindur styrkur 70
þúsund til einhverrar sérstakrar persónu til að rannsaka
útbreiðslu Gulu mykjuflugunnar.
Þá datt mér í huga að marfló væri miklu merkilegra kvik-
indi og sótti um styrk til þróunarfélagsins en fékk skýra