Breiðfirðingur - 01.04.1989, Síða 138
136
BREIÐFIRÐINGUR
arinnar af Herdísi, sem þá var orðin ekkja, en Ólafur bróðir
Sigurborgar bjó á móti þeim. Þau bjuggu í Akureyjum fram
til ársins 1923 er þau hófu búskap á Tindum á Skarðsströnd
og sótti Guðmundur sjóróðra ásamt búskapnum. Árið 1933
brugðu þau búi og fluttu til Stykkishólms. Karitas systir
Guðmundar, sem ætíð hafði fylgt bróður sínum, varð eftir á
Tindum og hafði Kjartan bróðurson sinn hjá sér. Sex árum
seinna fluttu þau til Stykkishólms og var Karitas á heimilinu
meðan hún lifði. í Stykkishólmi eignuðust Sigurborg og
Guðmundur hús sem þau nefndu Tinda en Guðmundur var
jafnan kenndur við þann bæ. Guðmundur vann alltaf við
bókband á vetrum og eftir að þau fluttu í Stykkishólm var
það hans aðalstarf. Margar fagurlega innbundnar bækur eru
til eftir hann. Hann lést árið 1940.
Sigurborg og Guðmundur eignuðust sjö börn. Tvo syni
misstu þau í frumbernsku en hin voru: Guðlaug, gift
Jóhannesi Guðjónssyni, sem lengi var pakkhúsmaður hjá
Kaupfélagi Stykkishólms. Búa í Stykkishólmi. Þau eignuð-
ust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi. Kjartan, sjómaður og
bókbindari býr í Stykkishólmi. Hermann, sjómaður í Stykk-
ishólmi, látinn 1978. Sigurður Gunnar, sjómaður í Stykkis-
hólmi, látinn 1942 og Sturlaugur sem lést 20 ára gamall árið
1940.
Oft var gestkvæmt á Tindum enda stóð heimilið opið
vinum og ættingjum. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til
veggja en allt hreint og fágað. Gamlir sveitungar, sem komu
í kaupstaðinn ýmissa erinda, áttu þar athvarf. Á þeim tíma
þegar samgöngur voru með allt öðrum hætti en nú er, þótti
sjálfsagt að veita þreyttum ferðalöngum mat og húsaskjól.
Oft var því setinn bekkurinn í litla húsinu á Tindum og
vinnudagur húsmóðurinnar langur. Henni féll aldrei verk úr
hendi og ef hún settist niður greip hún til prjónanna. Hún
var fróðleiksfús og hafði gaman af lestri góðra bóka og að
lokinni dagsins önn leit hún oft í bók.
Synir hennar Hermann og Kjartan kvæntust ekki en
bjuggu með móður sinni og voru hennar stoð og stytta alla