Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 24
24 FÓLK - VIÐTAL 23. nóvember 2018 E yþór Ingi Gunnlaugsson hefur ekki náð þrítugsaldri enn þá en er þó fyrir löngu orðinn stórt nafn í skemmt- anabransanum. Hann á að baki fjölbreyttan feril bæði í tónlist og leiklist og hefur unnið hverja keppnina á fætur annarri, jafnvel þótt hann hafi ímugust á þeim. DV ræddi við Eyþór um ímyndunar- veika krakkann á Dalvík, átján ára sjónvarpsstjörnuna, Eurovision- -farann og eftirhermuna. Átti ímyndaðan vin Við hittum Eyþór fyrir á kaffihús- inu í núverandi heimabæ hans, Hafnarfirði. Allar hans rætur eru þó fyrir norðan. Eyþór er fædd- ur árið 1989 og uppalinn á Dalvík í Eyjafirði, elstur þriggja systkina. Móðir hans er leiðbeinandi í skóla og faðir hans er sjómaður sem hef- ur bæði siglt á togara og trillu. Ey- þór var gjarnan dreginn með á sjó- inn sem unglingur en hann sá það ekki fyrir sér sem framtíðarstarf. „Sjómennskan átti ekki við mig. Ég hef alltaf verið upptek- inn af leiklist og söng, strax á leik- skólaaldri. Þegar ég hitti leikskóla- kennarana sem ég var hjá rifja þeir þetta gjarnan upp. Varla talandi var ég búinn að ákveða hvað ég vildi gera. Það hefur aldrei neitt annað komið til greina.“ Eyþór fékk góðan stuðning frá foreldrum sínum í að feta þessa braut, en móðir hans var hrifnari af að hann yrði söngvari. „Henni fannst leikarar eitthvað svo skrýtið fólk,“ segir hann og hlær. Hvernig krakki varst þú? „Ég var tiltölulega rólegur og mjög utan við mig. Alveg ofboðs- lega ímyndunarveikur. Hafði svo mikið ímyndunarafl að sem pjakk- ur átti ég ósýnilegan vin sem hét Ganga. Það mátti ekki loka dyrun- um á Ganga. Það þurfti að leggja á borð fyrir hann eins og aðra í fjöl- skyldunni. Þetta var áður en ég man eftir mér en foreldrar mínir hafa sagt mér vel frá þessu. Eina minningin sem ég á sjálfur var þegar ég fór að skæla í eitt skipt- ið þegar mamma neitaði að opna dyrnar og Ganga komst ekki inn.“ Þó að Eyþór hætti að sjá og tala við Ganga dvínaði ímyndunaraflið ekki. „Ég var alltaf að setja upp leik- rit, „mæma“ við tónlist og fleira í þeim dúr. Ég var með vínylplötu- spilara heima. Þar rúlluðu til skiptis plötur með Ladda og Elvis Presley og ég var með sýningar fyrir gesti og gangandi. Ég var alls ekki ofvirkur en mér leiddist ekki athygli.“ Skólabókin átti ekkert sérstak- lega vel við Eyþór en félagslega stóð hann vel og var vinmargur. „Langt fram eftir lék ég mér 3 SKREF BÓKHALDSÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR • Skráningartöflur • Eignaskiptayfirlýsingar • Eftirfylgni EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR ÞARABAKKA 3 S. 578 6800 Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is MYNDIR: HANNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.