Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Qupperneq 32
32 FÓLK - VIÐTAL 23. nóvember 2018 J úlían J. K. Jóhannsson má með réttu kalla mann með mönnum. Hann er 25 ára Reykvíkingur sem á dögun- um sló heimsmet í réttstöðulyftu á heimsmeistaramóti í kraftlyft- ingum í Halmstad í Svíþjóð og það í tvígang. Blaðamaður sett- ist niður með Júlían og ræddi við hann um heimsmetið, kraftlyft- ingar og lífið. Júlían er fæddur árið 1993. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann stundað kraftlyftingar í tæpan ára- tug og hefur á þeim tíma hlotið, meðal annars, þrjá Íslandsmeist- aratitla í kraftlyftingum og fjóra í réttstöðulyftu, tvo heimsmeist- aratitla í unglingaflokki, titilinn Íþróttamaður ársins 2015 og svo hefur hann slegið 210 met og á í dag á þriðja tug af þeim metum. Árið 2018 má með sanni kalla hans besta ár til þessa, en á árinu hefur hann slegið öll sín persónu- legu met sem og heimsmet, ekki einu sinni heldur tvisvar. Júlían tók á móti blaðamanni á hlýlegu heimili sínu þar sem hann bauð upp á rjúkandi heitt kaffi úr mokkakönnu með vænni slettu af próteindrykk á meðan hvolpur- inn Stormur fylgdist, af takmörk- uðum áhuga, með frá gólfinu. Fann köllunina Júlían hefur verið stór og sterkur frá því að hann man eftir sér. Áður en hann lagði stund á kraftlyft- ingar þá æfði hann körfubolta. „Ég eignast þar mjög góða vini sem ég á enn í dag og fæ þar nasa- sjón af íþróttaiðkun,“ segir Júlían. Þrátt fyrir að hafa ákaflega gam- an af körfubolta og að hafa notið þess góða anda sem ríkti í keppn- isferðum og í búningsklefanum þá fór hugur Júlíans um 15 ára aldurinn að reika frá körfubolt- anum. Hann fann á sér að hann hefði ekki þann áhuga sem þarf til að láta að sér kveða í körfunni og leitaði þá inn á líkamsrækt- arstöðvarnar þar sem hann fór að lyfta og fann um leið að lyft- ingar væru hans köllun og varð þá ekki aftur snúið. „Ég held það hafi alltaf blundað í mér löngun- in til að verða mjög stór og sterk- ur,“ segir hann. Kraftlyftingar heilluðu hann upp úr skónum og körfuboltinn varð að víkja. Þótt kraftlyftingar teljist til einstaklingsíþrótta þá er enginn maður eyland. Það þarf teymi til að ná árangri og margir sem styðja við bakið á Júlían bæði á æfingum og í keppnum. „Maður gerir þetta með æfingarfélögun- um sínum, fjölskyldu og vinum.“ Þegar Júlían byrjaði í kraftlyft- ingum leit hann einkum upp til Auðuns Jónssonar úr Breiðabliki. Auðunn Jónsson var einn fremsti kraftlyftingamaður Íslands um áratuga skeið og þekkir Júlían til fárra sem hafa keppt í íþróttinni jafn lengi. Trúir á lyfjapróf Aflraunakeppnir á borð Vestfjarðavíkinginn og Sterkasta mann Íslands þekkja lands- menn flestir vel og hefur Júlí- an íhugað að taka þátt í þeim, en hikar þó við því þar er engin krafa sett fram um að keppend- ur fari í lyfja próf. „Ég er þeirrar skoðunar að íþróttamenn eigi að vera lyfjaprófaðir og tók ákvörðun snemma á mínum ferli um að ég vildi keppa í íþróttum þar sem slíkt tíðkast,“ segir Júlían en Kraft- lyftingasamband Íslands er innan Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands sem fer eftir skilyrðum Al- þjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA, um lyfjaeftirlit og - próf. Allt er hægt Ekki er hlaupið að því að gerast atvinnumaður í kraftlyftingum þó svo Júlían vilji gjarnan verða slík- ur. Í dag þarf hann að sinna vinnu samhliða lyftingunum til að hafa í sig og sína. „Ég er samt rosalega þakklátur að geta stundað það sem mér þykir svona skemmti- legt og að fá tækifæri til að keppa á þessum stóru mótum.“ Hann hefur verið lánsamur og hlotið styrki frá Íþróttasambandinu, Kraftlyftingafélaginu Ármanni og Mjólkursamsölunni svo dæmi séu tekin og fyrir það er Júlían innilega þakklátur. Hlaðborðin best Til að ná árangri í kraftlyftingum þarf að gæta vel að mataræðinu til að hafa orku og úthald í lyft- ingarnar sem og að gæta þess að viðhalda vöðvamassa. Júlían reynir að borða á bilinu fjögur til fimm þúsund kaloríur á degi hverjum og reiknast honum til að hann neyti að meðaltali lítra af FÖSTUDAGINN 30. NÓV. OG 7. DESEMBER LAUGARDAGANA 1. OG 8. DESEMBER JÓLAHLAÐBORÐ Jólagleði á Ránni í Reykjanesbæ Eyfi sér um jólastemminguna BORÐAPANTANIR Í SÍMA: 852 2083 PANTANIR@RAIN.IS Erla Dóra erladora@dv.is „Það felst ekki fórn í að stunda eitt- hvað sem maður elskar 210 met og er bara rétt að byrja n Koma svo HÚH! n Innbyrðir 4–5 þúsund kaloríur á dag n Hlynntur lyfjaprófi í íþróttum Júlían heldur sig við kraftlyftingar frekar en aflraunir. MYNDIR: HANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.