Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Side 42
Jólablað 23. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Leikföng úr náttúrulegum efnivið eins og tré og silkiVerslunin Bambus.is sérhæfir sig í umhverfisvænum vörum fyrir fjölskylduna. „Við erum með mikið af leikföngum sem eru hönnuð til þess að vera opin fyrir hugmyndaflug og sköpunargleði barnsins,“ segir Dagný Ósk Ásgeirsdóttir. Leikjasilki Bambus selur meðal annars stórskemmtileg leikjasilki, en þau geta börnin notað til að búa til hina ýmsu búninga, byggja virki, gera himnasæng, nota sem landslag eða vatn fyrir báta og dýr, í dans eða jóga og svo mætti lengi telja. Leikjasilkin eru létt og flögrandi ferningslaga silki í fallegum litum. Þau fást í nokkrum stærðum, bæði einlit og marglit en regnbogasilkið er alltaf vinsælast. Kubbapúsl Kubbapúsl er púsl og kubbar í senn. Hægt er að púsla kubbunum í upphaflegt form eða leyfa sköpunargleðinni að ráða för og skapa sín eigin form og myndir. Svo má líka nota kubbana sem kubba í turna og aðrar byggingar. Kubbarnir henta yngri börnum og æfa meðal annars fínhreyfingu og jafnvægi þegar þeim er staflað hverjum ofan á annan. Segulkubbar Svipað er uppi á teningnum með segulkubbana sem eru fyrir aðeins eldri börn. Þetta eru litlir trékubbar með áföstum segli og koma á málmplötu. Aftan á hverjum pakka eru hugmyndir að formum til að spreyta sig á en svo tekur sköpunarkrafturinn við þar sem búin eru til hin ýmsu form eða myndir. Möguleikarnir eru óendanlegir. Sígild leikföng „Við erum einnig með sígildar vörur eins og skálar til að raða saman og turna úr tré sem er raðað upp. Ein útgáfan er þannig að hver kubbur er mismunandi, efst er þríhyrningur, næst ferhyrningur svo fimmhyrningur og koll af kolli alveg upp í form með ellefu horn. Neðst er svo hringur. Þannig fléttast rúmfræði ómeðvitað inn í leik barnsins. Hugmyndir að jólagjöfum – búðu til óskalista Óskalistinn hjá Bambus.is er tilvalinn fyrir jól og afmæli. Hjá Bambus.is er hægt að búa til óskalista þar sem foreldrar velja leikföng og hluti sem þeir óska eftir fyrir börnin sín og láta svo vini og ættingja vita af listanum. „Þetta er í raun svipað og brúðkaupslistarnir. Við höldum utan um listann og pössum t.d. upp á að sami hluturinn sé ekki keyptur tvisvar sinnum. Foreldrar geta svo haft samband ef þeir vilja bæta einhverju við listann eða breyta. Listann er bæði hægt að fylla út á netinu eða koma í búðina til okkar og við útbúum listann í sameiningu,“ segir Dagný. Hjá Bambus.is er svo að sjálfsögðu hægt að fá gjafabréf með upphæð að eigin vali. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni bambus.is, á facebook. com/bambus.is og á Instragram undir bambus.is. Einnig er hægt að kíkja í verslun okkar í Borgartúni 3, sem er opin á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 10–14. Sími: 847-1660 Netfang: bambus@bambus.is n Umhverfisvænar vörur og skapandi leikir fyrir börn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.