Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Side 68
Jólablað 23. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ REYKJAVÍK DIGITAL: Sérfræðingar í vefsíðugerð. Reykjavík Digital er ungt og fram-sækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í WordPress-vefsíðugerð. Okkur finnst afar spennandi að vinna með WordPress fyrst og fremst vegna þess að það er Open-Source og kostar ekki neitt. Í dag keyrir WordPress u.þ.b. 30% af öllum vefsíðum á internetinu og er því langstærsta vefumsjónarkerfi í heiminum. Á bak við Reykjavík Digital er öflugt teymi sem hefur gífurlega mikla reynslu í WordPress og vefsíðugerð. Gunn- laugur Arnar Elíasson, sérfræðingur í netmarkaðssetningu og einn eigenda Reykjavík Digital, segir fyrirtækið smíða fallega, leitarvélavæna og skilvirka vefi sem virka hnökralaust í öllum tækjum og eru hannaðir til að selja vörur eða þjónustu. Reykjavík Digital vinnur með smáum sem stórum viðskiptavinum og er ávallt opið fyrir nýjum verkefnum. Hvað þarf að hafa í huga þegar þú kaupir vefsíðu ? Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar farið er út í að versla nýja vefsíðu. Vefsvæðið þitt er það mikilvægasta sem þú hefur til að ná til þíns markhóps og því skal vanda vel til verks áður en farið er út í vefsíðugerð. Hér koma fjórir einfaldir punktar sem geta aðstoðað þig áður en þú kaupir þér nýja vefsíðu. n Val á vefumsjónarkerfi Þegar farið er út í nýja vefsíðu skiptir val á vefumsjónarkerfi miklu máli. Hér er mikilvægt kynna sér hvaða kerfi eru í boði, hvaða kerfi hentar þínum vef svo vefurinn uppfylli þínar kröfur og mark- mið. Reykjavík Digital notar eingöngu Open Source-vefumsjónarkerfi sem þýðir að við læsum þig ekki inni í okkar eigin kerfi. Þannig að ef þú „fílar“ ekki eitthvað við okkur, þá ertu ekki bundinn þjónustunni okkar. n Leitarvélabestun/SEO Það er ekki sjálfgefið að þótt þú greiðir fyrir fallega vefsíðu að umferðin í gegn- um hana aukist af sjálfri sér. Ef leitar- vélarnar skilja ekki nýju vefsíðuna þína er mjög ólíklegt að þú munir birtast ofarlega á leitarvélum eins og Google. Við hugsum til leitarvélanna, hvort þær skilji vefina okkar og hvað þeim finnst um þá. Við vitum hvernig leitarvélarnar hugsa og hvað þær vilja sjá. n Vefhýsing Það finnst engum gaman að bíða. Ef nýja vefsíðan þín er lengi að hlaða sig þá hafa notendur ekki þolinmæði til að skoða vefinn þinn nema af algjörri nauðsyn. Leitarvélar verðlauna vef- síður sem eru leiftursnöggar og því er val á vefhýsingu einnig mjög mikilvæg- ur liður í því að setja nýjan vef í loftið. Við aðstoðum okkar kúnna með val á vefhýsingu. n Viðhald á vefsíðu Get ég breytt efninu á vefnum eða þarf ég að greiða fyrir hvert skipti sem ég vill breyta einhverju? Þetta er enn ein ástæða fyrir því að Reykjavík Digital notar einungis WordPress. Vefum- sjónarkerfið er einfalt og þægilegt í notkun og okkur þykir einstaklega gam- an að sjá hvað það kemur viðskiptavin- um okkar sífellt á óvart hversu auðvelt það er að stjórna innihaldi WordPress. Vefsíður Við viljum vita allt um fyrirtækið þitt áður en við setjum upp nýja vefsíðu. Við elskum að rýna í gögn, skoða heim- sóknartölur og fylgjast með hvernig notandinn hegðar sér á netinu. Gott vefsvæði á að uppfylla væntingar not- enda og birta viðeigandi upplýsingar á réttum stað og réttum tíma. Við tryggj- um að þetta verði að veruleika. Netverslun Lykilatriði í góðri netverslun er að það sé einfalt að versla á netinu. Viðskipta- vinir eiga að geta fundið vöruna sem þeir leita að fljótt og örugglega. Ferða- lagið frá vörulýsingunni yfir í að ljúka við pöntun þarf að vera stutt og áreynslu- laust. Ef þú ert að hugsa um að setja vefverslun í loftið þá erum við rétta fólkið til að tala við. Viðbætur og tengingar Ef lausnin sem þú leitar að krefst sér- sniðinnar virkni getum við þróað hana með þér. Forritarar okkar eru vanir að byggja upp flókin verkefni frá grunni og nota nýjustu staðla fyrir hönnun og þróun í WordPress. Ef fyrirtækið þitt hefur áhuga á að fara yfir vefmálin þá er hægt að hafa samband við okkur í gegnum síma 781- 2000 eða senda okkur póst á hallo@ reykjavikdigital.is Einnig er hægt að kynna sér betur þjónustu Reykjavík Digital á https:// reykjavikdigital.is n
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.