Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Qupperneq 90

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Qupperneq 90
90 MATUR 23. nóvember 2018 „Gráfiðraður fuglinn hékk á snúrustaurnum í garðinum heima. Hann var bundinn upp á fótunum og langur hálsinn lafði einhvern veginn niður þannig að hausinn slóst utan í snúrustaurinn þegar nóv- embervindurinn blés. Ég vor- kenndi veslings fuglinum að hanga svona alla daga. Minnti mig á svaninn sem dó í sögunni um Dimmalimm. Ég var ekki viss um af hverju hann hékk þarna, svona steindauður. Svo einn daginn í des- ember var hann horfinn af staurnum. Daginn fyrir Þor- láksmessu var sér- kennileg lykt í loft- inu sem barst frá bílskúrnum þar sem aldrei var geymdur bíll. Það var eitt- hvað verið að sýsla með logsuðutæki. Á aðfangadagskvöld var jóla- maturinn borinn fram. Þegar ég sá kjötið á fatinu spurði ég: „Er þetta fuglinn sem var á staurn- um?“ Þegar ég fékk staðfestingu á því sat ég hnípinn í sætinu mínu það sem eftir lifði kvölds. Ég borðaði bara desertinn. Kokk- teilávexti úr dós með rjóma út á. Sannkallað lostæti.“ Valgeir Skagfjörð, listamaður, framhaldsskólakennari og mark- þjálfi „Svipurinn á systrum mínum tveimur er það sem fyrsta kom upp í hugann þegar ég var beðin að rifja upp minningar tengd- ar jólamatnum. Ég er þeirra elst og því fyrst að ná þeim óvinsæla (van)þroska að vera alveg jafn spennt fyrir jólamatnum og pökk- unum. Allt árið sæti ég gagnrýni frá öllum fjölskyldumeðlimum fyrir að borða óheyrilega hægt. Sem ég geri. En það er alveg sér- staklega illa liðið þann 24. desem- ber. Þónokkur jól þurfti ég því að reyna að njóta hamborgarhryggj- arins hennar mömmu undir star- andi augnaráði systra minna sem höfðu allan daginn legið und- ir jólatrénu og potað í, hrist og jafnvel þefað af pökkunum. Það gerðist! Ég reyndi að láta þetta ekki á mig fá, lagði reglulega frá mér hnífapörin og reyndi að brydda upp á skemmti- legum og jólalegum um- ræðum. Það þótti systr- um mínum ekki vænt um og héldu áfram að horfa píreygar á mig. Ég held að þær hafi verið hættar að blikka augunum á þessum tímapunkti. Í minningunni var ég enn að tyggja síðasta bitann þegar systur mínar voru búnar að planta sér við rætur jólatrésins. Ég lét þetta þó ekki beygja mig og borða enn lúshægt, alla daga ársins.“ Birta Björns- dóttir frétta- kona „Þetta var á þeim tíma þegar raf- magnið sló stundum út á Íslandi og fólk varð bara að bíða eftir að það kæmi aftur. Þetta þurfti akkúrat að gerast í Vesturbænum klukkan sirka 18 á sjálfu aðfanga- dagskvöldi, sem er kannski ekki besti tíminn. Sem betur fer var gæsin elduð en mamma og pabbi þurftu að ná í tjaldprímusinn til að gera sósuna og meðlætið og afi fór með kartöflurnar til systur mömmu til að sjóða þær. Kveikt var á fullt, fullt af kertum úti um allt hús. Það var svo ótrúlega kósí að borða við öll kertaljósin, ekk- ert sjónvarp, sími, útvarp, ekkert áreiti, bara við fjölskyldan saman að njóta jólanna og félagsskapar hvert annars. Við erum mikið jóla- fólk og eig- um alveg dásamlegar jólaminn- ingar en þetta eru ein bestu og yndislegustu jól sem við höfum átt. Mamma með hárið sleikt við andlitið af því að það var ekki raf- magn fyrir hárblásarann. Það er til mynd af þessu og mamma svo sæt að elda við prímusinn með sleikt hárið og allt í kertum." Tara Brekkan Pétursdótt- ir, samfélagsmiðlastjarna og förðunarfræðingur Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN Jólasveinaverksmiðja í pínulitlu eldhúsi og ör í lófa n Þekktir Íslendingar deila jólaminningum tengdum mat n Valgeir Skagfjörð gat ekki borðað aðalréttinn n Júlía Margrét deildi óvænt jólum með manni með hatt „Svínakótelettur voru á borð- um minnar fjölskyldu allt mitt uppvaxtarskeið og þær eru því jólamaturinn minn. Hann hafði komið bæði frá heimili mömmu og pabba og því voru engin átök þegar þau tóku saman, um hvað væri jólamaturinn. Ég, eins og sönnum eiginmanni sæmir, gaf mínar jólamatarhefðir eftir þegar ég tók saman við mína góðu konu. Það er góður matur, ham- borgarhryggur og ekki yfir neinu að kvarta þar. En við bræðurnir vöðum skafla og heiðar með fjöl- skyldurnar milli jóla og nýárs ef veður leyfir í sveitina til mömmu og pabba til þess að komast í svínakótelettur í raspi með brúnuðum kartöflum, rauð- káli, grænum baunum og jóla- öli. Maður grennist ekkert þann dag.“ Einar Bárðarson, al- mannatengill „Maður grennist ekkert þann dag“ „Mín helsta minning er nokkuð fersk en þetta var í hitteðfyrra, en mögulega sú trámat ískasta á þess- um 27 árum mínum. Á jólunum galdrar móðir mín fram rækju- kokteil sem við höfum alltaf borð- að. Hann er án efa það besta sem ég fæ í lífinu og ég er strax byrj- aður að hlakka til. Þetta var sem sagt þannig að mamma var búin að kaupa öll hráefnin og það sem hún þurfti til að elda jólamatinn. Nema hvað að ég sá iceberg-salat í ísskápnum. Ég kannaði þá mál- ið og móðir mín tilkynnti mér að það hefði ekki verið til gott kína- kál í búðinni svo við þyrftum bara að hafa iceberg salat í rækjukok- teilnum. Nú vil ég ekki einu sinni telja viðbrögð mín dramatísk, en ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða hlæja. Við gerðum okkur ferð til Egilsstaða, en fjölskyldan er á Seyðisfirði, á Þorláksmessu og gerðum dauðaleit að ásættanlegu kínakáli. Það hafðist og jólin gátu þá loksins komið. Jú vinir, jólin snúast svo sannarlega um hefðir og enginn, ekki einu sinni móðir mín, vogar sér að rústa rækjukok- teil móður minnar.“ Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stjórnandi hlaðvarpsins Helgaspjallið „Á æskuheimili mínu var möndlugrauturinn á aðfanga- dagskvöld órjúfanlegur hluti af jólahefðinni. Það var alltaf mik- ill spenningur í kringum möndl- una. Ég á eina mjög skýra minn- ingu þar sem föðurbróðir minn var hjá okkur. Ég hef líklega verið um fimm ára aldurinn. Frændi minn stríddi mér mikið á því að hann myndi hreppa möndluna þetta kvöld. Kappið var gjörsam- lega að fara með mig og ég var orðin mjög æst yfir þessum mál- um, missti alla matarlyst og sá alls ekki að mandlan stóð lóðrétt upp úr minni eigin graut- arskál!“ María Heba Þorkelsdóttir leikkona Dauðaleit að kínakáli Meðlætið eldað á prímus Náði fyrst óvinsælum (van)þroska „Er þetta fuglinn sem var á staurnum“ Kappið fór með leikkonuna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.