Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 108

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Blaðsíða 108
108 FÓLK 23. nóvember 2018 H ún var skírð Louise Eliza­ beth Ganeshalingam og endurnefnd Lovísa Elísa­ bet Sigrúnardóttir þegar hún var átta ára. Flestir Íslendingar þekkja hana einfaldlega undir listamannsnafninu Lay Low síð­ an árið 2006. Þá heillaði hún þjóð­ ina upp úr skónum með einlæg­ um og innilegum söng og hefur allar götur síðan fengist við tónlist. DV ræddi við Lay Low um ferilinn, veikindin, framtíðina og fleira. Kirkjustarfið kveikti áhugann Lay Low er fædd árið 1982 í suður­ hluta Lundúna þar sem foreldrar hennar kynntust. Þriggja ára flutti hún til Íslands með móður sinni sem kynntist öðrum manni. Sett­ ust þau að í Laugarneshverfinu og eignaðist Lay Low systkini, bæði í Reykjavík og Lundúnum. Hún seg­ ir: „Ég var hress krakki en í kring­ um unglingsárin byrjaði eitthvert óöryggi og feimni að læðast að mér, sem margir kannast sjálf­ sagt við. Á þessum árum byrjaði ég í kirkjustarfi þar sem ég eignað­ ist frábæran vinahóp sem passaði upp á litla unglinginn. Þar var spil­ að í hljómsveit og brallað margt skemmtilegt og þá vaknaði þessi mikli tónlistaráhugi hjá mér. Ég lærði á píanó sem barn en út frá kirkjustarfinu fór ég að spila á ba­ ssa og spilaði aðallega á hann þar til að Lay Low­ferilinn byrjaði árið 2006.“ Lay Low gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð og um tíma nam hún geislafræði í Háskóla Íslands. Á þeim tíma leit hún á tónlistina sem áhugamál frekar en fram­ tíðarstarfsvettvang. Loks ákvað hún að hella sér út í tónlist af full­ um krafti. Hún fór í Listaháskól­ ann og lærði tónsmíðar og hóf að semja eigin verk. Hún lauk ekki námi en Lay Low og hljómsveitin Benny Crespo’s Gang urðu til. „Við spiluðum alveg gríðar­ lega mikið fyrstu árin. Vorum ná­ lægt því að vera vikulega með gigg sem er ansi gott fyrir rokkband sem spilar aðeins á Íslandi. Þá fór ég að fá greitt fyrir gigg stundum, var boðuð í viðtöl eða myndatökur og sumir fóru að þekkja mig sem Lovísu úr Benny Crespo’s Gang.“ Berskjölduð og væmin á íslensku Fyrsta plata Lay Low kom út árið 2006 og bar heitið Please Don’t Hate Me. Lay Low segist þykja vænt um þá plötu þótt hún sé hrá og óritskoðuð. Allt fékk að flakka. Önnur platan, Farewell Good Night’s Sleep var tekin upp í Lundúnum árið 2008. Sú þriðja, Brostinn strengur, var öll sungin á íslensku sem reyndist Lay Low nokkuð erfitt. „Ég verð að viðurkenna að ég hef átt svolítið erfitt með að semja á íslensku. Ég veit ekki af hverju það er. Kannski finnst mér ég verða of berskjölduð og væmin á íslensku þar sem ég hef oft verið að skrifa frekar persónulega texta. Þá hefur verið fínt að fela sig á bak við enskuna. Á þessari plötu not­ aði ég mest ljóð frá öðrum konum og samdi lög við þau. Ég tengdi mikið við þessi ljóð og fann sjálfa mig í þeim.“ Síðasta stúdíóplatan kom út árið 2013, Talking About the Weather, en Lay Low hefur einnig gefið út tvær tónleikaplötur. Hvað hefur þú verið að bralla síðan þá? „Ég tók nokkrar tónleikaferðir erlendis til að fylgja þeirri plötu eftir. Árið 2015 kom einn lítill strákur í heiminn sem hefur ver­ ið aðaláhugamálið mitt undanfar­ in ár og kannski ein helsta ástæð­ an fyrir rólegheitunum hjá mér varðandi útgáfu og ferðalög. Við keyptum líka gamalt hús sem hef­ ur þurft mikið viðhald. Þannig að það hefur farið dágóður tími í framkvæmdir í húsinu, að planta plöntum og njóta sveitasælunn­ ar. Það hefur líka farið góður tími í að klára aðra breiðskífu frá Benny Crespo’s Gang sem kom út fyrir nokkrum vikum og heitir Minor Mistakes.“ Ertu að vinna að nýju efni? „Já, ég er núna að vinna í nýjum lögum og skoða ýmsa möguleika í hvert ég vilji fara með þau. Ég er mjög spennt að fara að taka þetta upp og leyfa fólki að heyra.“ Taugasjúkdómurinn hafði áhrif Lay Low glímdi við mjög erfið veikindi í kringum tvítugsaldur­ inn. Hún segir að sú reynsla hafi mótað hennar tónlistarferil hvað mest. „Ég greindist með sjaldgæfan taugasjúkdóm í höfði. Eftir miklar vangaveltur um hvað væri að hrjá mig fannst einnig æxli í heila. Ég varð alveg afskaplega veik og hélt á tímapunkti að ég gæti ekki meira. Til allrar hamingju náði ég fullum bata eftir aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Ég fékk annað tækifæri. Eftir það hef ég reglulega minnt mig á hvað hlutir eins og almenn heilsa eru ekki svo sjálfsagðir.“ Hún segir að vinsældirnar sem hún uppskar strax í byrjun ferils­ ins hafi komið henni virkilega á óvart. Hún hafði sjálf efasemdir um sönghæfileika sína og tónlistin var á jaðrinum. „Ég var að vinna í Skífunni við Laugaveg þegar platan kom út. Ég sá það gerast fyrir framan mig að platan mjakaðist hægt og rólega upp metsölulistann og allt í einu voru sölutölurnar komnar svo langt langt fram úr þessum 100 eintökum sem ég var að vonast til að selja. Ég held að hún hafi verið fljót að detta í platínumsölu sem var um 10 þúsund eintök. Ég skil þetta ekki enn þá!“ Hvað er erfiðast við að vera tónlistarmaður? „Ég var lengi vel að glíma við mikinn sviðsskrekk þegar ég var að byrja. Það var mjög erfitt og gat alveg skemmt fyrir mér heilu tón­ leikana og heilu tónleikaferðirnar. En með árunum og aldrinum hef ég náð tökum á þessu. Auðvitað kemur upp stress og óöryggi enn þá, en ég næ yfirleitt að kippa mér úr því ástandi og komast á betri stað. Ég get nú notið þess að spila fyrir aðra og vera til staðar.“ Góðir og slæmir samferðamenn Lay Low hefur fengist við ým­ islegt annað á ferlinum. Samið tónlist fyrir leikrit, þætti og bíó­ myndir, sungið og spilað inn á verk annarra og í leikhúsi. Hún hefur unnið með fjölda tónlistarmanna svo sem Emilíönu Torrini og Pétri Ben og söng eftirminnilegan dúett með Ragga Bjarna. „Ég er þakklát að hafa fengið að kynnast Ragga betur í gegnum þetta lag og hef sungið þetta með honum annað slagið í gegnum árin. Ég væri svo sannarlega til í að gera eitthvað meira með honum, hiklaust. Hann er einn af mínum uppáhalds.“ Varðandi samferðafólk bætir Lay Low við: „Eini ferðafélagi sem ég hefði viljað sleppa var Nóró­veiki sem kom eitt sinn með í hljómsveitar­ rútu á tónleikaferð um Evrópu. Það var ekki gott.“ Lay Low heldur tónleika í Bæjarbíói þann 1. desember og Græna hattinum á Akureyri tæpri viku síðar. Tilefnið er að Brostinn strengur datt nýlega í gullplötu og var ákveðið að endurútgefa hana á vínyl. „Þá gat ég ekki annað en nýtt tækifærið og hóað saman í band til að spila plötuna í heild sinni. Þetta er ein af mínum uppáhaldsplöt­ um en ég hef ekki mikið spilað af henni nema þegar ég er með full­ skipað band. Við tökum að sjálf­ sögðu þetta „gamla góða“ líka.“ n Útifuglafóður Mikið úrval, gott verð Smáratorg · Bíldshöfði · Grandi · Hafnarörður Taugasjúkdómur og heila- æxli höfðu mótandi áhrif n Lay Low vinnur að nýjum lögum n Feimin og óörugg sem unglingur„Eini ferðafélagi sem ég hefði vilj- að sleppa var Nóró-veiki sem kom eitt sinn með í hljómsveitarrútu á tón- leikaferð um Evrópu. Það var ekki gott. Guðni Einarsson gudnieinarsson@dv.is MYND HANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.