Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 112

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 112
23. nóvember 2018 45. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Það er nú tíkar- legt að hundsa allar reglur! Lítt þekkt ættartengsl Athafna- maðurinn og sjónvarpsstjórinn Í vikunni bárust fregnir af því að veitingastaðurinn Þrasta- lundur í Grímsnesi væri til leigu eins og hann leggur sig. Veitingamaðurinn Sverrir Ein- ar Eiríksson hefur átt og rekið staðinn síðastliðin ár og hefur Þrastalundur sérstaklega vakið athygli fyrir vel úti látinn bröns og sveiflukennt verð á ýms- um vörum. Sverrir Einar hefur komið víða við en hann hefur meðal annars selt gull, Herbali- fe og pítsur auk þess að koma með frumlegar lausnir á hús- næðisvanda fjölda fólks. Fað- ir Sverris Einars er Eiríkur Sig- urbjörnsson, sjónvarpsstjóri Omega, sem hefur básúnað kristilegan boðskap yfir Ís- lendinga um árabil. Inga Sæland heldur nokkra hunda þrátt fyrir strangt bann I nga Sæland, alþingiskona og formaður Flokk fólksins, held- ur að minnsta kosti þrjá hunda í íbúð sem hún leigir af Brynju – hússjóði Öryrkjabandalags- ins. Margítrekað er á heimasíðu sjóðsins að stranglega bannað sé að halda gæludýr í íbúðunum og einnig er tekið fram að heimsókn- ir gæludýra séu með öllu bann- aðar. Inga hefur leigt íbúðina síð- an árið 2011 en árið 2015 ítrekaði framkvæmdastjóri Brynju í bréfi til allra leigjenda að gæludýra- eign væri með öllu óheimil. Hart er tekið á sumum leigjendum vegna bannsins en fyrir síðustu jól greindi Fréttablaðið frá því að öryrkja sem hélt hund í íbúð í Hátúni hefði verið sagt upp leigusamningi sínum og gert að yfirgefa íbúðina. Gæludýrahald Ingu er að- eins ein af mörgum reglum og skil- yrðum fyrir leigu hjá Brynju sem alþingiskonan uppfyllir ekki. Árs- tekjur einstaklinga sem leigja hjá hússjóðnum verða að vera und- ir 5,1 milljón króna en tekjur Ingu eru ríflega 20 milljónir króna á sama tímabili. Þá geta fasteigna- eigendur ekki leigt íbúðir hjá hús- sjóðnum en í vikunni greindi DV frá því að Inga hefði fjárfest í ein- býlishúsi á Ólafsfirði. Gríðar- legt eftirspurn er eftir íbúðum hjá Brynju og geta öryrkjar gert ráð fyrir því að bíða í meira en fjögur ár eftir að fá úthlutað íbúð. Yfir sex hundruð manns eru á biðlista eftir húsaskjóli og hefur hússjóðurinn brugðið á það ráð að loka fyrir um- sóknir um eignir. Inga hefur rétt- lætt veru sína í íbúðinni með því að benda á að atvinna hennar sé ótrygg og hefur kallað fréttaflutn- ing af stöðu hennar „viðbjóð“. n Hundurinn Lopi er einn af hundum Ingu Hart barist um hlaupbangsa Sólveigar L istakonan Sólveig Einars- dóttir gegndi lykilhlut- verki í nýjasta þætti í bresku útgáfunni af The Apprentice, sem sýndur var í Bretlandi síðasta miðviku- dagskvöld. Í þættinum kepptu- st tvö lið um að selja eins mik- ið af listaverkum og þau gátu í höfuð borg Skotlands, Glasgow. Liðin gátu valið á milli þriggja listamanna til að selja list fyrir og var einn af þeim hin íslenska Sólveig Einars- dóttir. Það má með sanni segja að skúlptúrar Sólveigar séu einstakir en meðal verka sem hún vildi að keppendur seldu fyrir sig var verk úr gúmmí- böngsum þar sem hún var búin að skrifa Home Sweet Home, eða Heima er best, úr hlaupinu. Svo fór að eitt liðið tók að sér að selja verk Sólveigar, en hart var barist um fyrrnefnt gúmmílistaverk. Vakti það svo mikla athygli að tveir kaupend- ur vildu verkið. Íslendingurinn færði liðinu þó ekki sykursæta heppni því svo fór að það tap- aði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.