Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 5
Ve r ö l d b a r n a b ó k a n n a s ó t t h e i m á n ý TMM 2015 · 2 5 fullorðna, oftast sem myndritstjóri, fékk ég ýmis kærkomin tækifæri til að halda áfram að skrifa um barnabækur og rannsaka þær. Og ég hélt áfram að lesa fyrir syni mína, auk þess að lesa mér til skemmtunar það helsta sem kom út af nýjum bókum fyrir krakka. Auðvitað var það gert undir því yfirskini að ég væri að „fylgjast með“ og „halda mér við“ en staðreyndin er sú að mér finnast góðar barnabækur bara svo frábærlega skemmtilegar og áhugaverðar. Ég var líka svo heppin að fá að þýða barnabækur og þegar ég var orðin þreytt á að bíða eftir að íslenska myndabókin þróaðist á þann veg að höfundar textans treystu myndhöfundunum fyrir hluta frásagnarinnar í stað þess að tiltaka alltaf litinn á húfum og úlpum sögupersóna sinna hóf ég að skrifa mínar eigin myndabækur með Halldóri Baldurssyni og Önnu C. Leplar. Það gerðist svo um svipað leyti að strákarnir mínir hættu að nenna að hlusta á barnasögur að ég varð upptekin af öðru. Nokkur ár liðu þar sem helsta lesefnið voru skýrslur um allt mögulegt og ómögulegt og flestar vökustundir voru bókaðar í annað en yndislestur. Og þá liðu í fyrsta sinn nokkur ár þar sem ég las svo til engar barnabækur, hvorki upphátt fyrir besta fólkið í heiminum né fyrir sjálfa mig. Og það var af og frá að ég næði að fylgjast með af einhverju viti. Ja, fótboltabækur eftir Gunnar Helgason voru víst vinsælar og sömuleiðis bækur um hárgreiðslur. Eina páskana svelgdi ég í mig gjörvalla Hungurleikana og jú það var einhver Vísinda-Villi að slá í gegn. Auk þess höfðum við öll miklar áhyggjur af læsi og PISA-könnunum. Svo kom að því að það fór að hægjast um hjá mér. Ég náði andanum aftur og gat farið að lesa fleira en skýrslur. Þrátt fyrir að engin væru börnin til að lesa fyrir sótti ég aftur í barna- og unglingabækur en þó ekki með sérlega skipulegum hætti. Ég hef einfaldlega sótt mér bækur sem mig sjálfa hefur langað til að lesa, frekar en að ég hafi lagst í rannsóknir. Og ég er búin að lesa nokkrar furðugóðar nýjar íslenskar skáldsögur fyrir börn, unglinga og ungt fólk. Sú bókmenntagrein sem á ensku hefur kallast Young Adult fékk nokkrar síður í síðustu bókatíðindum (þar af eina íslenska) og kallast þar ungmennabækur og virðist loks vera að taka út þroska hér á landi þótt bækur af þessum toga hafi fyrirfundist hér mun lengur. Ólíkt unglingabókunum sem voru gríðarlega vinsælar þegar ég var unglingur eru ungmennabækur dagsins í dag einnig vinsælar hjá fullorðnum og erlendis koma sumar þeirra jafnvel út með tvennskonar kápu – annarri fullorðinslegri svo að þau sem teljast nokkurn veginn vaxin úr grasi geti látið sjá sig með þær á almannafæri án þess að blygðast sín. Unglingabækur níunda áratugarins lásu einkum börn yngri en söguhetjurnar. Það þótti nefnilega fínt að „lesa upp fyrir sig“. Á meðan tólf og þrettán ára börn lásu bækur Eðvarðs Ingólfssonar, Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúð, lásu eldri unglingar Ísfólkið. Uppgangur íslenskra ungmennabóka eru góð tíðindi, ekki síst fyrir okkur sem höfum áhyggjur af því að börn og unglingar lesi minna en áður og sumir, einkum drengir, geti jafnvel ekki lesið sér til gagns eins og kannanir sýna því miður að er staðreynd. Það sérstaka við ungmennabókina er að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.