Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 8
M a r g r é t Tr y g g va d ó t t i r 8 TMM 2015 · 2 eftir götum. Svo áttu að vera með próf hálfsmánaðarlega og sá sem er efstur á prófinu verður skriðdrekaforingi númer eitt, sá í öðru sæti foringi númer tvö og svo koll af kolli. Ef þú gerir þetta svona lofa ég því að þeir verða allir orðnir fluglæsir áður en þú veist af!“ Mitt svar við þessu var: „Já, það má vel vera að þetta sé rétt. En ef ég legg þetta til, þá verða líka ekki margir dagar þar til ég missi embættið!“3 Þegar kom að stúlkunum tók Illugi dæmi af dóttur sinni, tveggja og hálfs árs, sem hefði mikinn áhuga á Disney-teiknimyndinni Frozen, reyndar svo mikinn að hann hefði neyðst til að leika helstu persónur, systurnar Önnu og Elsu, hreindýrið og snjókarlinn Ólaf. Það gladdi hann og dóttur hans að finna loks bók um persónur myndarinnar sem hann getur lesið tvisvar á dag og sleppur þá, að mér skilst, við að leika myndina. Það er auðvitað alveg rétt hjá Illuga að það er mikilvægt að það lesefni sem við bjóðum börnum henti þeim og veki hjá þeim áhuga. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Það er líka hlutverk bóka að stækka heimsmyndina og það gerist ekki ef börn lesa eða hlusta bara á það sem þau þekkja fyrir eða kynn- ast bara lesefni sem höfðar sérstaklega til þeirra eða hinir fullorðnu telja að höfði til þeirra. Og börn eru misjöfn og það hafa alls ekki allir strákar áhuga á skriðdrekum og ekki allar stelpur áhuga á Frozen. Mér líkaði heldur ekki sú undirliggjandi hugsun að það væri höfundunum að kenna að börnin læsu ekki – bækurnar þeirra væru einfaldlega ekki nægilega áhugaverðar. „Á misjöfnu þrífast börnin best“ „Á misjöfnu þrífast börnin best“ segir gamall íslenskur málsháttur sem alltof oft hefur verið notaður til að réttlæta slæman aðbúnað barna, vinnuþrælkun löngu eftir að börn höfðu verið varin gegn slíku í vinnulöggjöf nágrannaríkja okkar og almennt stefnuleysi í málefnum barna. Þessi málsháttur getur þó átt ágætlega við þegar kemur að barnabókunum. Börn þurfa nefnilega ekki bara eina eða tvær verulega góðar bækur á ári. Þau þurfa fullt af þeim og það er í lagi þótt sumar þeirra séu hundlélegar svo lengi sem þau eru ekki pínd til að lesa þær og góðu og vönduðu bækurnar séu fleiri. Ávinningurinn felst nefnilega að nokkru leyti í magninu. Börn þurfa að lesa mikið og allskonar. Þau þurfa að lesa nútímamál, gullaldarmál, bundið mál, slangur (og gamalt slangur!) og kynnast mismunandi orðfæri ólíkra höfunda. Þau þurfa að upp- lifa að tungumálið getur verið uppfullt af leik og sprelli og að það geti orðað allar okkar hugsanir og allt það sem við munum hugsa um ókomna daga. Þau hafa gott af því að rekast á orð sem við erum flest hætt að nota eins og þyrilvængja og glóaldin og þurfa að skilja að við getum búið til ný orð eða dustað rykið af gömlum um allt það sem við eigum enn eftir að finna upp. Aðeins þannig ná þau fullum þroska innan þess málsamfélags sem við sem byggjum þetta land höfum hingað til lifað og hrærst í. Og þar hafa skrið- drekar fram til þessa skipt afskaplega litlu máli. Sem betur fer.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.