Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 11
Ve r ö l d b a r n a b ó k a n n a s ó t t h e i m á n ý TMM 2015 · 2 11 í innkaupapokann. Mun sorglegri eru þau verk sem Óðinsauga gefur út þar sem „unnið“ er með íslenskan menningararf eins og útgáfan stærir sig af að gera. Í verstu tilfellunum mætti hreinlega tala um misþyrmingu. Það er ekki við myndhöfundana að sakast. Það er ekki þeim að kenna að þeir hafi engar forsendur til að skapa sannfærandi myndheim um sögu sem á að vera íslensk. Kertasníkir spókar sig um í útlenskum smábæ og hinir jólasveinarnir virðast áttavilltir líka í höndum erlendu teiknaranna. Sagan Fiðrildavængir virðist sannarlega eiga að gerast á Íslandi, í það minnsta brjóta flestar mennsku persónurnar fánalögin með því að flíka íslenska fánanum á fötum sínum, boltum og húfum. Og myndirnar eru snotrar og augljóst að fagmaður heldur um blýantinn. „Hér er á ferðinni ævintýri í anda sígildra þjóðsagna þar sem koma við sögu tröll og töfrandi verur,“ segir í kynningartexta, spurningin er bara: þjóðsögur hvaða lands? Þrátt fyrir að teiknarinn virðist hafa kynnt sér staðhætti nokkuð vel – á myndum má t.d. sjá borg sem líkist Reykjavík úr fjarska og tröllin eru ekki langt frá þeirri hefð sem skapast hefur í tröllamyndum hér á landi – fellur það allt um sjálft sig þegar drekaflugur og önnur framandi skordýr eru allt í einu orðin hluti af söguheiminum. Þetta gengur einfaldlega ekki upp. Þetta finnst mér ansi sorglegt en ekki áfellist ég viðskiptafræðinginn Hugin Þór sérstaklega. Það sem gerir mig svo dapra er að sennilega er sú leið sem hann fer – þ.e. að skrifa flestallar bækurnar bara sjálfur og leita til landa þar sem fólk sættir sig við enn lægri laun fyrir vinnu sína en á Íslandi til að myndskreyta þær – sú eina sem dugir til að dæmið gangi upp fjárhagslega á jafnlitlum markaði og Ísland er. Myndabækur fyrir börn eru dýrar í framleiðslu. Oft eru höfundarnir líka tveir, annar gerir texta, hinn myndir, þótt vissulega séu líka höfundar sem gera hvort tveggja. Tveir höfundar skipta því höfundarlaununum á milli sín. Í stað þess að fá 23% af forlagsverði bóka fær hvor um sig 11,5%. Og bækurnar mega ekki kosta mikið þannig að það sem höfundarnir bera úr býtum er í flestum tilfellum frekar lítilfjörlegt þótt það sé vonandi meira en það sem Óðinsauga greiðir bæði fyrir myndirnar og höfundarréttinn af þeim. Útgefandinn er ekki heldur í góðri stöðu. Það verður enginn feitur af því að gefa út íslenskar myndabækur, prentaðar í lit. Það er dýrt að prenta í lit og litlar hendur þurfa gerðarlegar kápur utan um þykkar blaðsíðurnar og það kostar líka. Þetta virðast íslensk bókaforlög hafa uppgötvað með þeim afleiðingum að flest einbeita þau sér að útgáfu arðvænlegri bóka, t.d. fyrir 25–73 ára, frekar en 5–7 ára. Skiljanlega, það eru miklu fleiri á þeim aldri. Af þeim 34 bókum sem voru á áðurnefndri sýningu eru 14 gefnar út af Forlaginu. Forlögin Salka og Bjartur gáfu út eina bók hvort um sig sem rataði á sýninguna. Bókabeitan sem er lítið barnabókaforlag var með tvær og sömuleiðis Iðnú. Aðrar voru frá minni forlögum, Óðinsauga eða gefnar út af höfundum sínum. Þetta sýnist mér hvorki vera þroskaður né heilbrigður markaður með bækur fyrir börn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.