Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 14
M a r g r é t Tr y g g va d ó t t i r
14 TMM 2015 · 2
okkur saman við hafa hins vegar skynjað ábyrgð sína og reynt að gera eitthvað
í málunum. Í Noregi er það t.d. lögbundið að öllum almenningsbókasöfnum
landsins og skólabókasöfnum er skylt að kaupa minnst eitt eintak af öllum
útgefnum barnabókum, svo lengi sem þær standast gæðakröfur. Það tryggir
að allar góðar barnabækur seljast í minnst 1550 eintökum á fullu verði sem
tryggir höfundum þeirra og útgáfunni að dæmið gangi fjárhagslega upp.7
Hér á landi er staðan sú að innkaup skólabókasafna hafa dregist gríðarlega
saman. Samdrátturinn byrjaði með fjárhagslegu sjálfstæði skólanna fyrir um
20 árum. Í stað þess að fá ákveðna upphæð eyrnamerkta til bókakaupa fyrir
skólasafnið fengu skólarnir fé til að reka skólann í heild. Það er því á ábyrgð
skólanna sjálfra hvort eitthvað og þá hvað er keypt inn og hvernig rekstri
skólasafnsins sé háttað. Eftir hrunið var skorið enn frekar niður á skólasöfn-
unum og sá niðurskurður hefur ekki gengið til baka nema að litlu leyti.
Sumir skólar hafa ekki lengur neinn bókasafnsfræðing á bókasafni skólans
og annars staðar hefur starfshlutfall hans verið skorið niður. Sumsstaðar
sjá skólaliðar um útlán og innkaup. Sumir grunnskólar kaupa engar nýjar
bækur heldur láta þann safnkost sem til er duga eða kaupa inn á bókamörk-
uðum þar sem hvorki útgáfan né höfundurinn fær fullt verð fyrir verkið.
Sumir skólar reiða sig jafnvel á bókagjafir úr geymslum starfsmanna eða
foreldra í hverfinu eða leita á nytjamarkaði eftir notuðum, ódýrum bókum.
Sé einungis hugað að hagkvæmum rekstri skólans er það örugglega „sniðug
lausn“ en sé hugað að heildarmyndinni er það galið. Þessu verður að breyta.
Opinberir aðilar, skólar jafnt sem stjórnvöld, verða að axla ábyrgð. Börn eiga
rétt á að lesa nýjar bækur sem spegla samfélag þeirra og samtíma og söfnin
verða ekki efld aftur nema þeim sé skylt að verja ákveðinni upphæð í nýjar
bækur fyrir börn eða bókum sé dreift til þeirra eftir nemendafjölda. Við
getum ekki leyft okkur að spara endalaust þegar framtíð barnanna okkar er
í húfi. Ef við klúðrum þessu er sjálfhætt með þetta samfélag.
Tilvísanir
1 „Ráðherra segir ólæsi stríð á hendur“ og „Að hugsa út fyrir boxið: Skriðdrekar og Frozen“,
Morgunblaðið, 9. október 2014, bls. 52–3.
2 „Ráðherra segir ólæsi stríð á hendur“, Morgunblaðið, 9. október 2014, bls 52.
3 „Að hugsa út fyrir boxið: Skriðdrekar og Frozen“, Morgunblaðið, 9. október 2014, bls. 53.
4 http://nostripublication.com/huginn-thor-gretarsson-vill-meina-ad-folk-med-olikan-bak-
grunn-auki-fjolbreytni-i-bokmenntum
5 http://huginnthg.deviantart.com
6 http://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/starfslaun-listamanna/fyrri-uthlutanir/uthlut-
un-2015-i-tolum/
7 Sjá t.d.: http://www.newrepublic.com/article/117337/norway-best-place-world-be-writer