Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 14
M a r g r é t Tr y g g va d ó t t i r 14 TMM 2015 · 2 okkur saman við hafa hins vegar skynjað ábyrgð sína og reynt að gera eitthvað í málunum. Í Noregi er það t.d. lögbundið að öllum almenningsbókasöfnum landsins og skólabókasöfnum er skylt að kaupa minnst eitt eintak af öllum útgefnum barnabókum, svo lengi sem þær standast gæðakröfur. Það tryggir að allar góðar barnabækur seljast í minnst 1550 eintökum á fullu verði sem tryggir höfundum þeirra og útgáfunni að dæmið gangi fjárhagslega upp.7 Hér á landi er staðan sú að innkaup skólabókasafna hafa dregist gríðarlega saman. Samdrátturinn byrjaði með fjárhagslegu sjálfstæði skólanna fyrir um 20 árum. Í stað þess að fá ákveðna upphæð eyrnamerkta til bókakaupa fyrir skólasafnið fengu skólarnir fé til að reka skólann í heild. Það er því á ábyrgð skólanna sjálfra hvort eitthvað og þá hvað er keypt inn og hvernig rekstri skólasafnsins sé háttað. Eftir hrunið var skorið enn frekar niður á skólasöfn- unum og sá niðurskurður hefur ekki gengið til baka nema að litlu leyti. Sumir skólar hafa ekki lengur neinn bókasafnsfræðing á bókasafni skólans og annars staðar hefur starfshlutfall hans verið skorið niður. Sumsstaðar sjá skólaliðar um útlán og innkaup. Sumir grunnskólar kaupa engar nýjar bækur heldur láta þann safnkost sem til er duga eða kaupa inn á bókamörk- uðum þar sem hvorki útgáfan né höfundurinn fær fullt verð fyrir verkið. Sumir skólar reiða sig jafnvel á bókagjafir úr geymslum starfsmanna eða foreldra í hverfinu eða leita á nytjamarkaði eftir notuðum, ódýrum bókum. Sé einungis hugað að hagkvæmum rekstri skólans er það örugglega „sniðug lausn“ en sé hugað að heildarmyndinni er það galið. Þessu verður að breyta. Opinberir aðilar, skólar jafnt sem stjórnvöld, verða að axla ábyrgð. Börn eiga rétt á að lesa nýjar bækur sem spegla samfélag þeirra og samtíma og söfnin verða ekki efld aftur nema þeim sé skylt að verja ákveðinni upphæð í nýjar bækur fyrir börn eða bókum sé dreift til þeirra eftir nemendafjölda. Við getum ekki leyft okkur að spara endalaust þegar framtíð barnanna okkar er í húfi. Ef við klúðrum þessu er sjálfhætt með þetta samfélag. Tilvísanir 1 „Ráðherra segir ólæsi stríð á hendur“ og „Að hugsa út fyrir boxið: Skriðdrekar og Frozen“, Morgunblaðið, 9. október 2014, bls. 52–3. 2 „Ráðherra segir ólæsi stríð á hendur“, Morgunblaðið, 9. október 2014, bls 52. 3 „Að hugsa út fyrir boxið: Skriðdrekar og Frozen“, Morgunblaðið, 9. október 2014, bls. 53. 4 http://nostripublication.com/huginn-thor-gretarsson-vill-meina-ad-folk-med-olikan-bak- grunn-auki-fjolbreytni-i-bokmenntum 5 http://huginnthg.deviantart.com 6 http://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/starfslaun-listamanna/fyrri-uthlutanir/uthlut- un-2015-i-tolum/ 7 Sjá t.d.: http://www.newrepublic.com/article/117337/norway-best-place-world-be-writer
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.