Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 15
TMM 2015 · 2 15 Kristín Ómarsdóttir Ég er sjaldan sammála sjálfri mér lengi í einu Viðtal við Auði Jónsdóttur Auður Jónsdóttir rithöfundur býr með fjölskyldu sinni í Berlínarborg, rétt hjá fyrr- verandi heimili Davids Bowie sem bjó í borginni seint á áttunda áratugnum. Á lóðinni á móti byggingunni stóð áður hús sem í bjó vændiskona og bjargaði mannslífum á hryllingstímum. Hverfið er illa upplýst, þokublandað myrkrið gerir gönguna með son hennar í kerru mystíska. Það dimmir snemma á þessum árstíma. Ég hugsa um atriði úr Fassbinder kvikmynd, um atriði úr mannkynssögunni. Ætli maður sé óhultur á meðal fólks sem margt kann að njósna? Grunsemdafull elti ég Auði inn á veitingastað með gulum veggjum. Auður hóf ritferil sinn tuttugu og fimm ára gömul en þá kom út skáldsagan Stjórn- laus lukka. Nú vinnur hún að sjöundu skáldsögunni og hefur einnig gefið út fjórar barnabækur. Auður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Fólkið í kjallaranum (2004), Fjöruverðlaunin fyrir Ósjálfrátt (2012) og báðar skáldsögurnar voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ósjálfrátt kemur út í f leiri löndum næstu misserin. Við lestur bókarinnar – sem ég las á hvítsilfruðum vetrardögum á Seyðisfirði – finnur Öskubuskan sem lifir í hjarta hvers manns skóinn sinn. *** Auður, þakka þér fyrir að koma í viðtal við Tímarit Máls og menningar. Gaman að hittast hér á veitingahúsi í gamla vestrinu í Berlín. Hvað heitir mamma þín, hvað heitir pabbi þinn, áttu systkini og hvað heita þau? Mamma mín heitir Sigríður Halldórsdóttir, pabbi minn heitir Jón Gunnar Ottóson. Næstelsta systir mín heitir Rannveig (Gagga) Jónsdóttir, bróðir minn heitir Ari Klængur Jónsson og yngsta systir mín heitir Halldóra Lena Christians. Og takk fyrir að taka viðtal við mig. Hvaðan af landinu eru foreldrar þínir? Mamma pabba míns var frá Akureyri og pabbi hans var frá Dalvík. Mamma er úr Mosfellsdal, pabbi hennar var þaðan og móðuramma mín var Reykjavíkurstúlka með smá Eyrarbakkakryddi eða -dassi, hún var mikil Vesturbæjarstúlka, alin upp á Bárugötu. Ég held að pabbi sé kominn af hákarlaveiðimönnum á Dalvík, ég ímynda mér menn sem líkjast gamla manninum í Gamli maðurinn og hafið eftir Ernest Hemingway.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.