Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 16
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 16 TMM 2015 · 2 Hvar og hvenær fæddist þú og hvar ólstu upp? Ég fæddist 30. mars 1973 á fæðingarheimilinu í Reykjavík, svo bjó ég í Mosfellsdal og Exeter á Englandi, pabbi fór að læra í Englandi og við bjuggum þar í tvö og hálft ár, annars bjuggum við í Mosfellsdalnum. Hvað heitir eiginmaður þinn og sonur? Þórarinn Leifsson, hann heitir reyndar Þórarinn Böðvar Leifsson en notar bara Böðvarsnafnið á söguhetjur í sögunum sínum. Hann er semsagt rithöf- undur og myndskreytir. Sonur okkar heitir Leifur Ottó, hann er fjögurra ára og starfar við að leika sér á foreldrareknum leikskóla í Berlín. Viltu segja mér frá heimkynnum þínum í Mosfellsdalnum? Mosfellsdalurinn er hvort tveggja versti og besti staður í heimi – hann er svona eins og manneskja sem maður elskar útaf lífinu en getur ekki verið í daglegri sambúð með því það er of mikið vesen, en maður saknar alltaf manneskjunnar. Ég held að það sé reimt í Mosfellsdalnum og álög liggi á hólnum þar sem ég ólst upp. Það er nóg að koma inn í húsið, sem nú er gisti- heimili, til að verða allur öfugsnúinn og skrýtinn – kannski að silfur Egils sé grafið í hólnum sem geti því vakið upp allt það versta í mjög góðu fólki. Viltu segja mér frá Exeter? Exeter er, í minninu, notaleg, lítil borg þar sem mér fannst merkilegt að sjá veðreiðahesta spígspora við háskólann hans pabba og risaköngulær á rannsóknastofunni hans, þar stal ég líka tenniskúlum frá strákunum í næsta húsi sem slógu þær yfir í garðinn okkar. Í húsunum í götunni bjó áhugavert fólk eins og eldri kona sem bauð mér stundum yfir að fá kökur og te og hitta barnabörnin sín. Á móti okkur bjó gamall maður sem átti froska og gamaldags rugguhest sem mér fannst merkilegur. Þarna átti ég líka vinkonu sem hét Sara, mamma hennar bjó til marglita íspinna í frystikistunni þeirra. Vinur pabba átti líka tvær stelpur sem bjuggu í útjaðri borgarinnar í gömlu húsi og hétu Susie-and-Kate en mér fannst þær vera eins og þau í vísunni: Jack-and-Jill went up the hill. Pabbi þeirra var svo sparsamur að hann borðaði stundum hundamat í kvöldmat. Mér fannst mjög gaman að fara á tehús með mömmu, það stóð við forna kirkju og þar var þjónn sem kom með skraut- legar kökur á kökubakka á borði á hjólum og leyfði mér að velja mér eina sem hann setti svo með silfurtöng á diskinn minn. Stundum leyfði mamma mér að setja pening í glymskratta og hlusta á einhver nýtískuleg lög sem henni fundust líka skemmtileg. Hafa foreldrar þínir haft áhrif á þig og bækurnar þínar? Já, mjög mikil, ég er fyrst núna að hrista það af mér. Þau hafa ekki haft áhrif á hvernig ég skrifa, en þau hafa haft áhrif á hvernig manneskja ég er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.