Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 19
É g e r s j a l d a n s a m m á l a s j á l f r i m é r l e n g i í e i n u
TMM 2015 · 2 19
fína kokkteila meðferðis, meira að segja hristara, en við sögðumst ekki hafa
tíma í svoleiðis, við værum að horfa á Judging Amy. Við bjuggum í mjög lítilli
íbúð, þvotturinn hékk í loftinu og vonarstjarnan þurfti að berja sig í gegnum
hann. Síðan hef ég ekkert heyrt frá þessari vonarstjörnu en við erum feis-
búkkvinir og ég sá um daginn að bróðir hans (vonarstjarnan er karlkyns)
hafði lent í flóknu mannréttindamáli og hann hafði skrifað um það til að
mótmæla því öllu saman og ég hugsaði með mér að hann hefði kannski átt
að horfa meira eða betur á Judging Amy.
***
Hvert er uppáhaldsorðið þitt?
Ægðarlæti.
Hvaða orð er alls ekki í uppáhaldi hjá þér?
Tilætlunarsemi.
Hvað gerir þig glaða?
Þegar sonur minn er glaður verð ég glöð, jafnvel þó ég sé hugsi yfir öðru
verð ég glöð þegar hann er glaður, ég er líka glöð þegar ég skrifa, líka þegar ég
hitti systur mína, gaman að hitta vini mína, gaman að horfa út um gluggann
í lest, hlusta á tónlist, drekka kaffi og synda í sjó og í vatni.
Hvað gerir þig dapra?
Þegar einhverjum líður illa sem mér þykir vænt um. Ég er sjaldan sam-
mála sjálfri mér lengi í einu og það gerir mig dapra þegar ég er ósammála
sjálfri mér, þegar ég held einhverju fram á opinberum vettvangi og er svo
ósammála því litlu síðar. Ég verð líka döpur þegar ég heyri að einhver tekur
nærri sér það sem ég hef skrifað og þegar einhver deyr og ég heyri af veikum
börnum, það þykir mér mjög sorglegt.
Af hvernig hljóðum hrífstu?
Mér finnst gott að heyra andardráttinn í syni mínum og um sumarnótt á
Íslandi að heyra í fuglum sem ég var búin að gleyma að væru til, sitja í borg og
heyra í fótataki á stétt, gott að heyra í lestum hérna fyrir utan íbúðina okkar,
eins og að heyra í ánni þegar ég var lítil, og hlusta á tónlist þegar ég skrifa.
Og hvaða hljóð þolirðu ekki?
Allra versta hljóð sem ég veit er barkabólguhljóðið í syni mínum þegar
hann fær barkabólgukast.
Á hvaða tónlist hlustar þú á meðan þú skrifar?
Eiginlega á allt og mjög mikið á píanótónlist, það er eitthvað við hana,