Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 22
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 22 TMM 2015 · 2 rétt, ég væri að fara að fermast daginn eftir í Mosfellskirkju hjá séra Birgi. Mamma bauð manninum í te og hann spurði mig hvort þetta væri rétt, ég játaði, uppfull af skömm yfir andlegu framhjáhaldinu, og sagði að ég hefði ekki viljað missa af fræðslunni, kóki og prins pólói. Löngu síðar gúglaði ég prestinn og frétti að hann væri strangtrúaður írskur kaþólikki og veit ekki hvað hefði orðið um mig hefði ég farið þangað. Kannski værirðu nunna. Já, eða beisk húsmóðir á Írlandi. Ég trúi því að ég viti ekki allt, Guðrún Eva [Mínervudóttir] orðaði svar við álíka spurningu svo fjarska vel í viðtali um daginn, mig minnir í DV, ætli ég reyni ekki að svara í svipuðum anda en þó eftir mínu nefi; ég trúi á þennan íslenska máta: á tarotspil, skynjanir, furðurnar í lífinu, hinar ýmsu hugmyndir um drauga, hina og þessa guði, flesta þó af þessum heimi, en engan almáttugan guð; ég trúi á náttúruna og vísindin en líka eitthvað sem er erfitt að setja í orð, það er frekar eins og grunur en vissa. Mér finnst ég ekkert vita og mér finnst það bara gott. Ég hef upplifað hluti sem ég get ekki útskýrt og reyni ekki að útskýra þá nema fyrir fólki sem er forvitið um þá líka. Afturámóti er ég hrædd við allt sem heitir bókstafstrú og ég er hrædd þegar fólk vill að allir aðrir lifi eftir þess hugmyndafræði, allt sem er dómhart og útilokandi trúi ég ekki á, ég trúi á það sem er opið og er fullt af möguleikum og ég trúi á að allt sé til sem fyrir- finnist á annað borð í huga manns. Mér finnst líka gaman að velta lífinu fyrir mér sem einhvers konar sögu, alls konar sögum, með atburðarás og leita uppi og finna sögurnar í lífinu, það gefur lífinu inntak og merkingu – kannski er ég smá örlagatrúar – mér finnst fínt að nota tarotspil til að velta upp hlutum, kveikja einhverja hugmynd sem mér annars hefði ekki dottið í hug, þetta er ágætt hugleiðslutæki. *** Hvað metur þú helst í fari manneskju? Mér finnst skemmtilegt þegar fólk er umburðarlynt á mörgum sviðum og hefur gaman af breyskleikum annarra án þess að líta niður á þá. Fólk sem veit að það er gott að fyrirgefa þar sem aðrir þurfa líka að fyrirgefa því. Ef fólk er með lífshúmor, mér finnst erfitt að umgangast fólk sem er sneitt húmor. Mér finnst líka svo gaman þegar fólk þorir að skipta um skoðun og rökræða við sjálft sig, fram og til baka, eftir hinum og þessum öngstrætum. Hvað metur þú minnst í fari manneskju? Nísku, hefnigirni, skort á samlíðan með öðru fólki. Hvað finnst þér það hryllilegasta sem gerist? Loftslagsbreytingar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.