Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 25
É g e r s j a l d a n s a m m á l a s j á l f r i m é r l e n g i í e i n u TMM 2015 · 2 25 Hvað finnst þér skemmtilegt að gera með fjölskyldu þinni á sunnudög- unum í Berlín? Við röltum eða hjólum oft á sunnudögum yfir í Kreuzberg, að mörkum Neuköln. Þar förum við í stóran garð, Hasenheide, þar sem við skoðum dýrin í húsdýragarðinum og Leifur Ottó fær að fara á bak á íslenska hest- inum, drekkum svart te með gömlum tyrkneskum körlum á kaffihúsinu meðan sonurinn smjattar á ís og fáum okkur svo að borða ýmist á ítölskum veitingastað eða víetnömskum kássustað. Þetta eru mestu hamingjudagar lífsins, held ég barasta. *** Viltu segja mér frá fyrstu skáldsögunum þínum? Sú fyrsta, Stjórnlaus lukka, (1998) var mjög bernsk og saklaus, ég var í rauninni að læra ferlið í grunninn, að skrifa mig í gegnum skáldsögu, en samt var sennilega tónn í henni sem lifir ennþá í bókunum mínum. Sennilega er það rétt sem einhver bókmenntagagnrýnandinn skrifaði að hún sé eins og tilhlaup að Ósjálfrátt. Næst skrifaði ég Annað líf (2000), bók sem átti að vera einhvers konar blanda af Aulabandalaginu (A Confederacy of Dunces) eftir John Kennedy Toole og leikur að æskuhjónabandi mínu sem ég gerði síðar upp við í Ósjálfrátt, á sama tíma langaði mig að hampa konum ættuðum frá Taílandi, giftum íslenskum mönnum, því mér fannst vera mikið um fordóma gagn- vart konum ættuðum þaðan. En í grunnhyggni minni lét ég söguhetjuna hafa unnið fyrir sér sem vændiskona á unga aldri, í barnslegri tilraun til að minna á að við fengjum ekki öll jöfn forréttindi í upphafi. Þannig ýtti ég undir fordómafulla staðalímynd, þó að ég hafi ætlað mér hið gagnstæða. Sennilega var ég sjálf, að vissu leyti, samdauna umhverfinu, gamla Íslandi. Ætlunin var að vera í og með á húmorískum nótum en eitthvað hefur það skolast til, kannski af því húmorinn var of litaður af þessu gamla Íslandi. Ég þekkti heldur ekki til í Taílandi, nokkuð sem í dag hefði stöðvað mig í að skrifa þessa sögu, en gerði það ekki þá því ég var svo vitlaus þegar ég var ung. Ég gerði þó heiðarlega tilraun til að kaupa flugmiða þangað, borgaði meira að segja inn á hann en þegar hann reyndist vera miklu dýrari en í auglýsingunni endaði það með því að ég keypti mér bara opinn flugmiða til Madridar til að skrifa þar á kaffihúsum. Svo ýmislegt í bókinni hefur væntanlega hljómað undarlega í eyrum þeirra sem þekktu til í Taílandi, það hefur komið spænskt fyrir sjónir í orðsins fyllstu merkingu. Konan í sögunni átti í rauninni að vera ég sjálf, unglingur sem giftist eldri sjómanni, fyrir vikið gerði hún hluti sem þóttu ekki pólitískt réttir eins og að reykja hass. Satt að segja hef ég ekki þorað að opna þessa bók í meira en tíu ár. Ég get varla talað um hana án þess að roðna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.