Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 27
É g e r s j a l d a n s a m m á l a s j á l f r i m é r l e n g i í e i n u TMM 2015 · 2 27 myndirnar af spámanninum á facebook-veggnum mínum í tilfinningakasti eftir ódæðin í París í janúar. Ef þau vissu það yrðu þau bálreið, sagði hin skapgreinda stjúpdóttir mín glottandi á leiðinni út. Nei, sagði ég miður mín, þau yrðu sennilega bara sorgmædd. Hvernig skopmyndir myndir þú teikna værir þú skopmyndateiknari? Af Pútín að reima skó Angelu eða af Angelu eða reima skó hans? Maður veit lítið hvað gengur á hjá eigendum heimsins, eða hvað? Ég held að þú myndir ekki nenna að teikna skopmyndir af guðum. Ég myndi eftilvill teikna skopmynd af páfanum að fróa sér á barni, kannski, eða herma eftir manninum mínum sem teiknaði einu sinni hressi- lega mynd af Ólafi Skúlasyni biskupi. Ég er alltaf að hugsa um þetta mál, öfganna á milli, og ég veit ekki af hverju, nema bara að það er eitt hið áhuga- verðasta í nútímamenningu – það segir svo margt á margan hátt. Ég hef eytt tveim árum af lífi mínu í að skrifa leikrit um það og sem enginn skildi og ég fæ engan botn í neitt, engu nær um neitt. Því nær sem ég þykist vera að fanga sannleikann, því fjær honum er ég. *** Viltu segja mér frá Fólkinu í kjallaranum? Já. Fólkið í kjallaranum gubbaðist út úr mér þegar ég flutti í fyrsta skipti á fullorðinsárum til útlanda, til Kaupmannahafnar. Árin á undan hafði ég verið með ritstíflu af skömm yfir skáldsögunni … hvernig á ég að beygja þetta … Öðru lífi? Ég ætlaði aldrei aftur að skrifa skáldsögu, ég hafði þó drattast til að skrifa fræðibók handa börnum um afa minn að beiðni for- leggjara míns því afi hafði átt hundrað ára afmæli og ég þurfti sárlega að redda fjárhagnum. Titillinn að Fólkinu kom reyndar til mín áður en ég flutti út. Við hjónin vorum andvaka einhverja sumarnóttina á Seljaveginum því karlinn á neðri hæðinni hafði hringt á leigubíl til að kaupa bús og sígarettur og fór svo að rífast við leigubílstjórann, næpuhvítur á nærbuxunum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann tók upp á því og eftir hálftíma þras andvarpaði Tóti: Af hverju skrifarðu ekki bók sem heitir Fólkið í kjallaranum? Ef hann hefði verið byrjaður að skrifa bækur þá hefði hann sennilega skrifað bókina sjálfur. Í ágúst, sama ár, fluttum við síðan út og vorum mjög blönk í Köben, lifðum á einum kebabi á dag, sem er einn sá mest fitandi matur sem maður getur fundið, en mamma sendi mér einu sinni nokkra þúsund kalla og ég notaði þá til að byrgja mig upp af notuðum geisladiskum til að hlusta á við skrifin. Upp úr því kviknaði sagan. Næst kom Vetrarsól (2008) út … Vetrarsól varð svo til í hitaóráði í Barcelona. Mig langaði að skrifa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.