Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 27
É g e r s j a l d a n s a m m á l a s j á l f r i m é r l e n g i í e i n u
TMM 2015 · 2 27
myndirnar af spámanninum á facebook-veggnum mínum í tilfinningakasti
eftir ódæðin í París í janúar. Ef þau vissu það yrðu þau bálreið, sagði hin
skapgreinda stjúpdóttir mín glottandi á leiðinni út. Nei, sagði ég miður mín,
þau yrðu sennilega bara sorgmædd.
Hvernig skopmyndir myndir þú teikna værir þú skopmyndateiknari? Af
Pútín að reima skó Angelu eða af Angelu eða reima skó hans? Maður veit
lítið hvað gengur á hjá eigendum heimsins, eða hvað? Ég held að þú myndir
ekki nenna að teikna skopmyndir af guðum.
Ég myndi eftilvill teikna skopmynd af páfanum að fróa sér á barni,
kannski, eða herma eftir manninum mínum sem teiknaði einu sinni hressi-
lega mynd af Ólafi Skúlasyni biskupi. Ég er alltaf að hugsa um þetta mál,
öfganna á milli, og ég veit ekki af hverju, nema bara að það er eitt hið áhuga-
verðasta í nútímamenningu – það segir svo margt á margan hátt. Ég hef eytt
tveim árum af lífi mínu í að skrifa leikrit um það og sem enginn skildi og ég
fæ engan botn í neitt, engu nær um neitt. Því nær sem ég þykist vera að fanga
sannleikann, því fjær honum er ég.
***
Viltu segja mér frá Fólkinu í kjallaranum?
Já. Fólkið í kjallaranum gubbaðist út úr mér þegar ég flutti í fyrsta skipti
á fullorðinsárum til útlanda, til Kaupmannahafnar. Árin á undan hafði ég
verið með ritstíflu af skömm yfir skáldsögunni … hvernig á ég að beygja
þetta … Öðru lífi? Ég ætlaði aldrei aftur að skrifa skáldsögu, ég hafði þó
drattast til að skrifa fræðibók handa börnum um afa minn að beiðni for-
leggjara míns því afi hafði átt hundrað ára afmæli og ég þurfti sárlega að
redda fjárhagnum.
Titillinn að Fólkinu kom reyndar til mín áður en ég flutti út. Við hjónin
vorum andvaka einhverja sumarnóttina á Seljaveginum því karlinn á neðri
hæðinni hafði hringt á leigubíl til að kaupa bús og sígarettur og fór svo
að rífast við leigubílstjórann, næpuhvítur á nærbuxunum. Þetta var ekki
í fyrsta skipti sem hann tók upp á því og eftir hálftíma þras andvarpaði
Tóti: Af hverju skrifarðu ekki bók sem heitir Fólkið í kjallaranum? Ef hann
hefði verið byrjaður að skrifa bækur þá hefði hann sennilega skrifað bókina
sjálfur. Í ágúst, sama ár, fluttum við síðan út og vorum mjög blönk í Köben,
lifðum á einum kebabi á dag, sem er einn sá mest fitandi matur sem maður
getur fundið, en mamma sendi mér einu sinni nokkra þúsund kalla og ég
notaði þá til að byrgja mig upp af notuðum geisladiskum til að hlusta á við
skrifin. Upp úr því kviknaði sagan.
Næst kom Vetrarsól (2008) út …
Vetrarsól varð svo til í hitaóráði í Barcelona. Mig langaði að skrifa