Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 33
H e i ð u r s l a u n l i s t a m a n n a TMM 2015 · 2 33 dag. Hins vegar gætti nokkurs óstöðugleika í því kerfi sem komið var upp um þessi mál. Nefndir tóku stundum yfir úthlutunarhlutverkið en stærsta tilraunin til að fela öðrum en þingmönnum var stofnun menntamálaráðs árið 1928. Menntamálaráð og deilur um styrki til listamanna Það var Jónas Jónsson frá Hriflu sem hafði forystu um stofnun mennta- málaráðs árið 1928. Verkefni ráðsins voru fjölbreytt en eitt þeirra var „að úthluta árlega því fje, sem Alþingi veitir til viðurkenningar skáldum og listamönnum.“11 Í greinargerð frumvarpsins um ráðið var það talið jákvætt að ráðið tæki að sér úthlutun til listamanna svo að hægt væri að forðast langar umræður í þingsölum um „verðleika skálda.“12 Sjálfur var Jónas á því að það fyrirkomulag að þingið úthlutaði sjálft þessu fé væri eflaust lakasta úrlausnin. Ekki taldi ráðherrann það vera vegna þess að þingið væri ekki dómbært á að úthluta styrkjunum „heldur af hinu, að jafnan lenti í hörðum deilum og löngum umræðum.“ Að mati Jónasar höfðu bæði sérstakar nefndir sem fóru tímabundið með þessi mál og sjálf landstjórnin átt auðveldara með þetta hlutverk, en engu að síður var ráðherrann á því að landstjórninni væri frekar hætt við að gera glappaskot við þessa útdeilingu. Þegar þessi umræða fór fram var fyrirkomulagið með þeim hætti að stjórnarráðið útdeildi árlega fénu sem Alþingi veitti til listamanna og skálda og velti ráðherrann því upp í þingræðu hvort ekki væri rétt að fastri nefnd yrði falið að útdeila fénu í ljósi þess „hve tíð eru taumaskifti í stjórnarráðinu.“13 Stofnun menntamálaráðs var þannig ætlað að koma festu á þessi mál og færa um leið umræður úr ræðustól Alþingis, enda slíkar umræður í einhverjum tilvikum hvorki lista- mönnum né þingmönnum til framdráttar. Stofnun menntamálaráðs er merkileg tilraun í menningarpólitískri sögu landsins. Þar má greina fjögur atriði sem segja til um hvernig menningar- stefna stjórnvalda var að þróast á þessum tíma. Í fyrsta lagi er greinilegt að stefnt var að því að aðkoma ríkisins yrði heildstæðari og faglegri en verið hafði. Í öðru lagi ber stofnun ráðsins aukinni stofnanavæðingu menningar- lífsins vitni. Í þriðja lagi undirstrikar menntamálaráð miðlægt hlutverk ríkisvaldsins í málefnum menningarinnar og í fjórða lagi ber stofnun ráðsins með sér að mikilvægi menningarlífsins var að aukast og listir voru farnar að hafa meiri áhrif á sjálfsmynd landsmanna. Ólafur Rastrick orðar það enn- fremur svo að ráðið hafi verið ágætt dæmi um að „hugmyndir um faglegt mat – sem síðar hefur stundum verið vísað til sem jafningjamats – á sviði lista og vísinda takast á við þá reglu fulltrúalýðræðis að kjörnir fulltrúar, sem bæru í störfum sínum ábyrgð gagnvart þjóðinni, skyldu taka ákvörðun um meðferð opinbers fjár.“14 Faglegt jafningjamat úthlutunarnefnda og viðmið um hæfilega fjarlægð milli stjórnmálamanna og þeirra listamanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.