Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 34
G u ð n i Tó m a s s o n
34 TMM 2015 · 2
sem þiggja fé til verka sinna af opinberum framlögum átti eftir að festa sig
í sessi hvað varðar listamannalaun, en hefur aldrei náð fótfestu hvað varðar
heiðurslaun listamanna.
Tilkoma menntamálaráðs breytti í fyrstu litlu því að Alþingi hélt áfram
að útdeila fé til listamanna af fjárlögum, rétt eins og verið hafði. Þingmenn
voru því ekki lausir við að velta fyrir sér fagurfræði og gæðum listaverka eða
ræða um einstaka listamenn og verk þeirra. Vera má að þeir hafi heldur ekki
viljað losna undan því hlutverki þegar á hólminn var komið. Í fyrstu urðu því
úthlutanir menntamálaráðs á fé til skálda og listamanna mun veigaminni
þáttur í starfi ráðsins en ráðgert hafði verið.15
Tímamót urðu hins vegar við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1940 þegar
styrkir til listamanna voru hreinsaðir upp í lagatextanum og færðir alfarið
undir menntamálaráð. Næstu þrjú árin, 1940–1943, var öll úthlutun launa
til listamanna í höndum menntamálaráðs en tímabilið var jafnframt eitt
það stormasamasta í menningarlífi þjóðarinnar og þá einkum í samskiptum
listamanna og ríkisvaldsins, sem líkamnaðist í persónu Jónasar frá Hriflu.
Frægt varð að styrkur til Halldórs Laxness var lækkaður verulega, úr 5000
kr. í 1800 kr. og skáldið brást við með því að stofna sjóð til verndar ritfrelsi
í landinu.16 Hér skiptir einnig máli að styrkir til listamanna voru á þessum
tíma færðir á tveimur stöðum inn á fjárlögum, á 15. og 18. greinum fjárlaga,
en þegar listamenn héldu sitt fyrsta listamannaþing árið 1942, til að bregðast
við menningarstjórnun Jónasar frá Hriflu, lýstu fulltrúar á þinginu meðal
annars þeirri skoðun sinni að þeim listamönnum og rithöfundum sem áður
hefðu notið launa af 18. grein fjárlaga hafi verið gefið „fyrirheit löggjafans
um að þeir nytu þeirra launa ævilangt.“ Tiltekt Jónasar á fjárlögum fyrir árið
1940 þýddi að mati listamanna að þetta fyrirheit hefði verið rofið.17
Eftir að Jónas missti yfirburði sína í menntamálaráði og öldurnar lægði
var það vilji listamanna að Alþingi veitti ákveðnum listamönnum beina
styrki af fjárlögum og þegar málið var rætt tók Kristinn E. Andrésson undir
þessi sjónarmið á Alþingi og sagði að það væri „mun meiri vegsauki fyrir
listamenn, að Alþingi sjálft veiti þeim styrk, og það er betri auglýsing fyrir
þá erlendis.“18 Gæðastimpill Alþingis var talinn veita mönnum brautargengi
við að koma verkum sínum til heimsbyggðarinnar. Áðurnefnd heiðurslaun
til handa Gunnari Gunnarssyni árið 1945 er nauðsynlegt að skoða í ljósi
þessara deilna og þeirra miklu hræringa sem voru í íslensku menningarlífi
á stríðsárunum.
Lagasetning um heiðurslaun
Saga heiðurslauna listamanna hefur í gegnum tíðina fléttast inn í sögu
annarra listamannalauna. Oft ríkti mikil óánægja með útdeilingu lista-
mannalauna og á tæplega 20 ára tímabili, 1948–1967, voru fimmtán sinnum
lögð fram frumvörp um listamannalaun við þingstörfin, oft reyndar lítið