Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 35
H e i ð u r s l a u n l i s t a m a n n a TMM 2015 · 2 35 breytt en ekkert þeirra fékk brautargengi enda voru þau ekki sett fram sem stjórnarfrumvörp.19 Frumvörp þessi fjölluðu einkum um fyrirkomulag á úthlutunarnefndum listamannalauna en tóku sjaldnast ítarlega á því hvaða fyrirkomulag ætti að hafa á heiðurslaunum listamanna. Þegar horft er til þeirra hugmynda sem fram komu eftir heimsstyrjöld- ina um fastara fyrirkomulag á heiðurslaunum þá reið sjálfur Jónas frá Hriflu á vaðið. Hann lagði fram þingsályktunartillögu þar sem skorað var á ríkisstjórnina að flytja frumvarp um framtíðarskipulag á námsstyrkjum og heiðurslaunum skálda og listamanna. Í frumvarpinu vildi Jónas sjá ákvæði um að Alþingi hefði „jafnan átta skáld eða listamenn á hálfum launum háskólakennara í Reykjavík.“ Einnig var gert ráð fyrir að enginn gæti hlotið heiðurslaunin nema hann væri orðinn 45 ára. Athygli vekur að ákvörðunarvald um úthlutun vildi Jónas færa úr höndum Alþingis og í hendur landsnefndar „og skal einn fulltrúi kosinn af hverri sýslunefnd og bæjarstjórn í landinu.“20 Jónas vildi að þátttaka sveitanna væri tryggð, enda voru þær aflstöðvar þjóðmenningar í hans huga. Einn þeirra sem lagði fram frumvörp um listamannalaun á tímabilinu 1948–1967 var Gylfi Þ. Gíslason sem undir lok tímabilsins var orðinn mennta mála ráðherra og stóð þá að fyrstu lagasetningunni um listamanna- laun árið 1967. Af greinargerð með frumvarpi hans frá 1948 að dæma er greini legt að Gylfi vildi skapa frið um heiðurslaunaflokkinn og með laga- setningu „ætti aðstaða þeirra listamanna, sem mestrar viðurkenningar njóta, að geta orðið örugg og ekki hætta á stöðugum deilum um úthlutun fjár til þeirra.“21 Þegar þetta var ritað var aðeins einn listamaður kominn í slíkt skjól, Gunnar Gunnarsson. Hér verða ekki rakin öll þau frumvörp sem lögð voru fram um lista- mannalaun á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöld en með tilliti til heiðurs- launa er rétt að benda sérstaklega á frumvarp frá árinu 1955 sem Gunnar Thoroddsen, þá bæði óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokks og borgar- stjóri, lagði fram. Frumvarpið, sem var flutt að beiðni Rithöfundasambands Íslands, snéri í mun ríkari mæli að heiðurslaunum listamanna en venja var. Athygli vekur að frumvarpið takmarkar fjölda heiðurslauna við einungis 6 listamenn sem Alþingi átti að velja beint „með skriflegri atkvæðagreiðslu og umræðulaust“ á meðan nefnd gerði tillögu um önnur laun listamanna til menntamálaráðherra. Heiðurslistamenn áttu að vera alla vega 40 ára en í frumvarpinu var að finna nokkuð ítarleg ákvæði um heiðurslaunin. Við veitingu þeirra átti að hafa hliðsjón af eftirfarandi atriðum: a) hversu arðbær sú listgrein er almennt, sem maður leggur stund á, b) hvort maður gegnir föstu starfi og hversu vel launuðu, c) hvort maður hefur eftirlaunarétt, d) hvort maður hefur verulegar tekjur af eignum eða fjárafla utan sinnar listgreinar.22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.