Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 40
G u ð n i Tó m a s s o n 40 TMM 2015 · 2 laun koma einstaka sinnum upp á yfirborðið þegar deilur rísa á stjórn- málasviðinu um nýja heiðurslistamenn og eins getur val nýrra listamanna falið í sér áherslubreytingar, til dæmis útvíkkun listhugtaksins sem haft er til hliðsjónar við veitingu heiðurslauna. Þær listgreinar sem stundum er talað um sem æðri listir hafa alltaf verið áberandi á listanum. Á núverandi lista eru ljóðskáld áberandi í bókmenntaflokknum, en bókmenntir hafa alla tíð verið fyrirferðarmiklar þegar heiðurslaun eru annars vegar. Tónskáld og tónlistar- menn úr sígildri tónlist eru áberandi en talsvert hallar á léttari tónlist sem á þar aðeins einn fulltrúa, Megas. Sömuleiðis er á listanum í dag aðeins einn kvikmyndagerðarmaður, Þráinn Bertelsson. Val á þessum tveimur lista- mönnum, Þráni og Megasi, var því til merkis um útvíkkun listhugtaksins til grundvallar heiðurslaunum. Eins og áður segir njóta nú 23 listamenn heiðurslauna og er kostnaður ríkisins við árslaun þeirra samkvæmt fjárlögum þessa árs 72.851.000 kr.37 Tuttugu listamannanna voru í upphafi árs orðnir sjötugir og eru heiðurslaun þeirra 3.089.000 kr. á árinu eða 80 % af fullum árslaunum listamannalauna. Aðeins 2 listamenn eru yngri og þeirra laun eru 3.862.000 kr. Megas varð sjötugur á dögunum og skertust heiðurslaun hans við þau tímamót um 20%. Ef horft er til þeirra upphæða sem áætlað var í fjárlagafrumvarpi þessa árs að veita annars vegar til safna- og listastofnana og annarra verkefna á sviði lista í gegnum menntamálaráðuneyti (10.431 m.kr) og hins vegar til mál- efna menningararfs í gegnum forsætisráðuneyti (904 m.kr)38 má finna út að útgjöld til heiðurslauna nema aðeins um 0,64 % af þeirri upphæð. Heiðurs- laun eru því ekki fyrirferðarmikill biti á hlaðborði menningarstefnu ríkisins. Hugmyndir að nýjum heiðurslistamönnum koma inn í nefndarstarf allsherjar- og menntamálanefndar með ýmsum hætti, misjafnlega form- legum. Oftar en ekki eru það áhugamenn um listir og vinir, samstarfsmenn og kunningjar tiltekinna listamanna sem leggja til við nefndina eða ein- staka nefndarmenn að ákveðinn listamaður sé vel að heiðrinum kominn. Stundum berast tilnefningar að undangenginni undirskriftasöfnun þar sem einstaklingar mæla með viðkomandi listamanni. Þingmenn í nefndinni kunna einnig að vera misjafnlega undirbúnir til umræðu um málið, sumir e.t.v. með ákveðin nöfn í farteskinu, aðrir með engin. Því vakna spurningar um það hvort önnur sjónarmið hafi ekki oft á tíðum áhrif á það hverjir veljast á listann, til dæmis aðstæður listamannanna, áhrif þeirra sem mæla með þeim við allsherjar- og menntamálanefnd og tengsl þeirra eða lista- mannanna sjálfra við einstaka stjórnmálaflokka, þingmenn eða áhrifamenn í stjórnmálum. Tveimur hugmyndum sem yfirleitt þykja eftirsóknarverðar við opinberan stuðning í menningarlífinu, jafningjamatinu og lögmálinu um seilingar- fjarlægð eða armslengd, er ekki til að dreifa þegar kemur að heiðurslaunum. Eins og Bjarki Valtýsson hefur bent á í sambandi við úthlutun listamanna- launa eru ákvarðanir alltaf líklegar til að verða umdeildar „bæði vegna þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.