Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 41
H e i ð u r s l a u n l i s t a m a n n a TMM 2015 · 2 41 huglæga mats sem þær krefjast og vegna þess að erfitt er að ganga full- komlega úr skugga um hvort lögmálið [um seilingarfjarlægð] sé í raun virkt í fámennissamfélagi eins og því íslenska, þar sem persónuleg kynni og pólitísk tengsl eru aldrei langt undan.“39 Möguleiki á þessu er svo sannarlega fyrir hendi í tilviki heiðurslauna Alþingis því að gagnsæi við ákvarðanir er lítið og aðgengi þeirra þrýstihópa sem leggja til hugmyndir um nýja listamenn inn á listann er æði misjafnt. Þó að þeir alþingismenn sem fjalla um heiðurslaun listamanna láti oft í veðri vaka að ákvarðanir um fjölgun á listanum séu gerðar í góðri sátt, þá koma samt upp deilur um þessi mál og berast stundum út úr nefndinni. Þegar svo ber undir má jafnvel sjá um þetta stuttar greinar í dagblöðum enda kann blaðamönnum að þykja áhugavert að komast á snoðir um erjur innan þingnefnda. Þegar styr stóð í nefndinni árið 1996 um hvort taka ætti Svövu Jakobsdóttur, rithöfund og fyrrum þingmann Alþýðubandalagsins, inn á listann var t.d. haft eftir Guðnýju Guðbjörnsdóttur, þingkonu Kvenna- listans, að menn væru „að möndla þetta bak við tjöldin“, á meðan Hjálmar Árnason, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, sagði að um málið yrði „að vera samstaða, annars skyggi það á heiðurinn. Það er ekki hefð að segja hvað er í umræðunni, það væri lítilsvirðing við listamennina,“ bætti Hjálmar við.40 Á þessa samstöðu hefur þó oft skort. Tilgangur heiðurslauna í menningarstefnulegu tilliti virðist nokkru sjálf- hverfari, ef svo má segja, en til dæmis tilgangurinn með listamannalaunum. Heiðurslaunin snúast fyrst og fremst um listamennina sjálfa og verk þeirra í fortíð, frekar en endilega að auðvelda þeim að leggja áfram stund á list sína og hafa þannig víðtæk áhrif á menningarlíf landsmanna. Heiðurslaun má sjá sem þakkir fyrir vel unnin verk, hvað sem síðar verður, frekar en eiginleg vinnulaun líkt og á við um listamannalaun. Ekki verður því haldið fram að heiðurslaun listamanna hafi neikvæð áhrif á íslenskt menningarlíf. Þau eru engu að síður heldur ólíklegri til að móta listalíf landsmanna eða hafa áhrif á strauma og stefnur en listamannalaun. Sem stýringartæki á sköpun menningarafurða hafa heiðurslaunin sáralitla þýðingu þó að eflaust væri einhverjum sem þeirra njóta á hverjum tíma erfiðara um vik að leggja stund á list sína, eða jafnvel draga fram lífið, ef þeirra nyti ekki við. Þó að launin styðji vitanlega að einhverju leyti við sköpun heiðurslistamanna er varla hægt að meta það svo að þau styðji af þunga við aðra þætti í menningarstefnu hins opinbera sem settir hafa verið fram, eins og áherslu á þátttöku almennings, gott aðgengi að listum og menningararfi eða þátttöku barna og ungmenna í menningarlífinu.41 Heiður, styrkur eða lífeyrir? Umræða um heiðurslaun á Alþingi gefur oft til kynna að þau séu ekki síður hugsuð sem eftirlaun en heiðurslaun. Þannig gætir ákveðinnar spennu, í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.