Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 44
G u ð n i Tó m a s s o n
44 TMM 2015 · 2
fyrir verk sín erlendis á meðan varnarræða íslenskrar ljóðlistar er yfirleitt sú
að „ljóðið rati til sinna“ og sala á ljóðabókum er yfirleitt frekar takmörkuð.
Þegar Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi einn
atkvæði gegn tillögu meirihluta menntamálanefndar um heiðurslauna-
listann árið 2004 lagði hann til við þingheim að Björk Guðmundsdóttir,
en hennar saknaði Pétur á listanum, fengi á næsta ári eina krónu á mánuði
„því hana munar ekkert um þetta – samtals tólf krónur og getur hún fengið
þær fyrirfram fyrir allt árið.“46 Burtséð frá mælskubrögðum Péturs, en þetta
dæmi endurtók hann nýlega við afgreiðslu málsins fyrir árið 2015, má engu
að síður spyrja sig þess í fullri alvöru af hverju Björk Guðmundsdóttur hafi
ekki fyrir löngu verið bætt á listann, burtséð frá vangaveltum um eina krónu
eða full heiðurslaun. Er Björk of ung, efnuð, heimsfræg, umdeild, pólitísk
eða verk hennar of framúrstefnuleg eða ágeng fyrir heiðurslaun listamanna?
Eitt er víst að margir eru því sammála að hún skari fram úr sem listamaður
í samtímanum og það á heimsvísu.
Árið 1989 velti Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður og fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í menntamálanefnd neðri deildar, vöngum yfir heiðurs-
launum. Ein af þeim spurningum sem Guðmundur setti fram í grein sinni,
en þeim leitaðist hann yfirleitt ekki við að svara, snéri að því hvort heiðurs-
Kynjahlutföll heiðurslaunahafa 1945–2014
Konur
23%
Karlar
77%