Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 53
F l ó t t a f ó l k i ð á b a ð i n u
TMM 2015 · 2 53
Morguninn eftir fékk hann sér boost með jarðaberjum, bönunum, goji-
berjum og chia-fræjum eins og venjulega til að drekka í bílnum á leiðinni í
vinnuna. Hann gekk niður stigann og leit inn á baðherbergið á meðan hann
sötraði boostið. Fólkið var enn þarna. Það hafði búið um sig í baðkarinu,
með handklæði bæði fyrir kodda og ábreiðu. Ljósið sem barst inn um bað-
herbergisgluggann fyrir ofan baðkarið, langa mjóa gluggaræmu ofarlega á
ómáluðum veggnum, var óvenjulegt og hann heyrði í þyrlu fyrir utan. Hann
vildi ekki trufla þau, var eiginlega bara að gá hvort þau væru ekki farin,
þannig að hann lokaði aftur án þess að yrða á þau og fór í vinnuna.
„Það er fólk inni á baðherberginu mínu,“ sagði hann í hádeginu. Þau sátu
nokkur úr vinnunni saman á veitingastað í miðbænum og vandræðaleg
þögn hafði legið þungt yfir borðinu í smátíma.
„Hvað meinarðu? Innbrotsþjófar?“ spurði Ester og setti upp í sig kúpta
gaffal fylli af risotto.
„Nei. Bara eitthvað fólk. Ég held að þau hafi sofið í baðkarinu í nótt.“
„Hústökufólk þá?“
„Nei nei, þau eru ekki þannig. Þau segja ekki neitt, horfa bara á mig eins
og þau séu að bíða eftir að ég geri eitthvað.“ Jakob fékk sér sopa af hvítvíni.
„Þau minna mig svolítið á fólkið sem maður sér í fréttunum, svona flóttafólk
þið vitið, sem býr í tjöldum í einhverjum búðum og krakkarnir eru að spila
fótbolta í moldinni.“
„Og hvað, vilja þau eitthvað?“
„Ég veit það ekki, ég talaði ekkert við þau.“
„Hvað er þetta Jakob, auðvitað hringirðu á lögguna og lætur fjarlægja
þetta fólk áður en það stelur öllu úr húsinu.“
„Já. Ætli það sé ekki best.“ Honum var svosem sama um flest í húsinu.
Það var fullt af rándýrum og óþægilegum húsgögnum sem hann hafði aldrei
langað í. Í eldhúsinu voru tæki og tól sem hann notaði ekki, öll frá einhverj-
um fínum merkjum.
„Ég er að segja þér það,“ sagði Þrándur, týpan sem virtist vita hvernig best
væri að gera allt og var ófeiminn við að segja fólki það. „Mágur minn leyfði
skyldfólki að gista í gestaherberginu sínu heilt sumar og það endaði bara með
erjum og látum. Best að vera ekkert að hleypa svona fólki inn á sig.“
„Nei, það er rétt,“ sagði Jakob og stakk upp í sig öðrum bita af fiskrétti
sem honum þótti samanstanda af fulllitlum fiski en þeim mun meira af
bragðlausu fíneríi með, einhverju grænmeti sem hann kannaðist ekki við og
tveimur næfurþunnum kálblöðum. Furðulegt hvað maður fær orðið lítinn
mat fyrir peninginn. Helvítis túristar að keyra allt verðlagið upp.
Fólkið var ennþá þarna þegar hann kom heim, hjúfraði sig saman í
baðkarinu, eins og þau þyrðu ekki að stíga á gólfið. Konan hélt ungabarni
að sér og ruggaði sér eins og til að róa það. Maðurinn hélt utan um dreng
sem gæti verið fimm eða sex ára – Jakob var ekki sérlega góður að geta sér
til um aldur barna – og stelpu sem var aðeins eldri. Stelpan hafði verið að