Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 53
F l ó t t a f ó l k i ð á b a ð i n u TMM 2015 · 2 53 Morguninn eftir fékk hann sér boost með jarðaberjum, bönunum, goji- berjum og chia-fræjum eins og venjulega til að drekka í bílnum á leiðinni í vinnuna. Hann gekk niður stigann og leit inn á baðherbergið á meðan hann sötraði boostið. Fólkið var enn þarna. Það hafði búið um sig í baðkarinu, með handklæði bæði fyrir kodda og ábreiðu. Ljósið sem barst inn um bað- herbergisgluggann fyrir ofan baðkarið, langa mjóa gluggaræmu ofarlega á ómáluðum veggnum, var óvenjulegt og hann heyrði í þyrlu fyrir utan. Hann vildi ekki trufla þau, var eiginlega bara að gá hvort þau væru ekki farin, þannig að hann lokaði aftur án þess að yrða á þau og fór í vinnuna. „Það er fólk inni á baðherberginu mínu,“ sagði hann í hádeginu. Þau sátu nokkur úr vinnunni saman á veitingastað í miðbænum og vandræðaleg þögn hafði legið þungt yfir borðinu í smátíma. „Hvað meinarðu? Innbrotsþjófar?“ spurði Ester og setti upp í sig kúpta gaffal fylli af risotto. „Nei. Bara eitthvað fólk. Ég held að þau hafi sofið í baðkarinu í nótt.“ „Hústökufólk þá?“ „Nei nei, þau eru ekki þannig. Þau segja ekki neitt, horfa bara á mig eins og þau séu að bíða eftir að ég geri eitthvað.“ Jakob fékk sér sopa af hvítvíni. „Þau minna mig svolítið á fólkið sem maður sér í fréttunum, svona flóttafólk þið vitið, sem býr í tjöldum í einhverjum búðum og krakkarnir eru að spila fótbolta í moldinni.“ „Og hvað, vilja þau eitthvað?“ „Ég veit það ekki, ég talaði ekkert við þau.“ „Hvað er þetta Jakob, auðvitað hringirðu á lögguna og lætur fjarlægja þetta fólk áður en það stelur öllu úr húsinu.“ „Já. Ætli það sé ekki best.“ Honum var svosem sama um flest í húsinu. Það var fullt af rándýrum og óþægilegum húsgögnum sem hann hafði aldrei langað í. Í eldhúsinu voru tæki og tól sem hann notaði ekki, öll frá einhverj- um fínum merkjum. „Ég er að segja þér það,“ sagði Þrándur, týpan sem virtist vita hvernig best væri að gera allt og var ófeiminn við að segja fólki það. „Mágur minn leyfði skyldfólki að gista í gestaherberginu sínu heilt sumar og það endaði bara með erjum og látum. Best að vera ekkert að hleypa svona fólki inn á sig.“ „Nei, það er rétt,“ sagði Jakob og stakk upp í sig öðrum bita af fiskrétti sem honum þótti samanstanda af fulllitlum fiski en þeim mun meira af bragðlausu fíneríi með, einhverju grænmeti sem hann kannaðist ekki við og tveimur næfurþunnum kálblöðum. Furðulegt hvað maður fær orðið lítinn mat fyrir peninginn. Helvítis túristar að keyra allt verðlagið upp. Fólkið var ennþá þarna þegar hann kom heim, hjúfraði sig saman í baðkarinu, eins og þau þyrðu ekki að stíga á gólfið. Konan hélt ungabarni að sér og ruggaði sér eins og til að róa það. Maðurinn hélt utan um dreng sem gæti verið fimm eða sex ára – Jakob var ekki sérlega góður að geta sér til um aldur barna – og stelpu sem var aðeins eldri. Stelpan hafði verið að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.