Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 58
B ö ð va r G u ð m u n d s s o n 58 TMM 2015 · 2 Þetta er auðvitað alveg út í hött enda getur stjórnmálafólkið ekki látið vera að sækja rétt- lætingu sinna gerða og skoðana í bókmenntirnar. Það vitnar til höfunda í tíma og ótíma og túlkar orð þeirra til stuðnings eigin málstað. En ef höf- undarræfill leyfir sér að hreyfa við stjórnmála- vafstri heims eða heimalands í verkum sínum á þann hátt að ekki fellur í kramið hjá stjórnvöldum þá á hann eða hún á hættu að fá einn á trýnið. Í sumum löndum er enn vani að stinga höfundum í svartholið ef þeir ekki kunna að halda kjafti. Ekki þori ég að segja hvað pólitísk ljóðagerð er gömul, ég held reyndar að Dante karlinn hafi eitthvað verið að sneiða að andstæðingum sínum í sínum verkum, en kannski var það ekki pólitík eins og við þekkjum hana nú á dögum hinna stóru hugmyndafræða, kapítalisma, kommúnisma, nasisma, frjálshyggju og femínisma. Mér er nær að halda að pólitísk ljóðagerð sé ekki ýkja gömul. Fyrir rómantík voru það helst kristnir stríðssöngvar sem skáldin ortu. Elsti kristni stríðssöngurinn sem ég þekki er frá 1529 þegar Tyrkir sátu um Vín og vesalings Mið-Evrópubúarnir voru að missa rassinn úr buxunum. Þá var í Wartburg skáld sem hét Martin Luther og orti eldheitan baráttusöng um tuddaskap Tyrkjans og nauðsyn þess að varðveita trúna á Guð og Jesú: Ein feste Burg ist unser Gott, sem séra Helgi Hálfdánarson þýddi afar vel og nákvæmt: Vor Guð er borg á bjargi traust. Og það var nú ekkert smáræði sem Tyrkinn ætlaði sér, stendur þar: Þótt djöflum fyllist veröld víð, þeim vinnst ei oss að hrella, því Jesús vor oss veikum lýð er vörn og hjálparhella. Þótt mannkynsmorðinginn nú magni fjandskap sinn, hann engu orka kann, því áður dóm fékk hann. Eitt orð má fljótt hann fella. Hver óvin Guðs skal óþökk fá, hvert orð vors Guðs skal standa, því oss er sjálfur Herrann hjá með helgri gjöf síns anda. Þótt taki fjendur féð, já, frelsi og líf vort með, það happ þeim ekkert er, en arfi höldum vér. Þeir ríki Guðs ei granda. Marteinn Lúther
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.