Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 62
B ö ð va r G u ð m u n d s s o n
62 TMM 2015 · 2
Að ég nú ekki tali um ósköpin: „Rule, Brittania, Brittania rule the waves …“
Hér er þetta sakleysislega ættjarðarkvæði með prósaþýðingu minni við
hliðina:
Deutschland, Deutschland über alles, Þýskaland, Þýskaland, öðrum fremur
Über alles in der Welt öðrum fremur í veröldinni
Wenn es stets um Schutz und Trutze í vörn og úthaldi
Brüderlich zusammenhält, stendur bróðurlega saman,
Von der Maas bis an die Memel, frá Maas til Memel,
Von der Etsch bis an den Belt –, frá Etsch til Litla-Beltis,
Deutschland, Deutschland über alles, Þýskaland, Þýskaland, um allan heim
Über alles in der Welt. um víða veröld.
Deutsche Frauen, deutsche Treue, Þýskar konur, þýsk tryggð,
Deutscher Wein und deutscher Sang þýskt vín og þýskur söngur
Sollen in der Welt behalten megi varðveitast í heiminum
Ihren alten schönen Klang, ykkar fagri hljómur,
Uns zu edler Tat begeistern og hvetja oss til dáða
Unser ganzes Leben lang ævina alla.
Deutsche Frauen, deutsche Treue, Þýskar konur, þýsk tryggð,
Deutscher Wein und deutscher Sang. þýskt vín og þýskur söngur.
Einigkeit und Recht und Freiheit Eining, réttlæti og frelsi
Für das deutsche Vaterland! til handa þýska föðurlandinu!
Danach laß uns alle streben Berjumst allir fyrir því
Brüderlich mit Herz und Hand! bróðurlega með hjarta og hendi.
Einigkeit und Recht und Freiheit Eining, réttur og frelsi
Sind des Glückes Unterpfand! er trygging hamingjunnar.
Blüh‘ im Glanze dieses Glückes, Blómstra í ljósi hamingjunnar,
Blühe, deutsches Vaterland! blómstra, þýska föðurland.
Staðarnöfnin sem fyrir koma í fyrsta erindi eru: Maas, sem er fljót í Hol-
landi, Memel, sem er gamalt þýskt nafn á Litháen, Etsch er annað lengsta
fljót Ítalíu, Adige kalla Ítalir það. Upptök þess
eru í Suður-Týról. Og Belt er svo Litla-Belti
milli Fjóns og Jótlands.
Upprunalega voru versin fjögur. En fjórða
versið er svo þrungið rómantískri heims-
hryggð og svartagallsrausi að höfundurinn
sleppti því sjálfur í síðari útgáfum. Og það
andmælir auk þess því sem stendur í þriðja
versi um hamingjuna sem byggist á einingu, réttlæti og frelsi. Allt í einu
breytir um tón: Aðeins í ógæfu getur ástin blómstrað (Friedrich Nietzsche
var seinna á sömu skoðun þótt hann fyrirliti þetta kvæði) og réttlæti næst
einungis við óhamingju. En þótt skáldið skæri þetta erindi af kvæðinu þá var
það samt prentað nokkrum sinnum og þess vegna þekkjum við það.