Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 63
Ti l u r ð o g ö r l ö g t v e g g j a l j ó ð a TMM 2015 · 2 63 Deutschland, Deutschland über alles, Þýskaland, Þýskaland um allan heim, Und im Unglück nun erst recht. og fyrst réttlátt í ógæfunni. Nur im Unglück kann die Liebe Aðeins í ógæfu getur ástin Zeigen, ob sie stark und echt. sýnt hvort hún er sterk og falslaus. Und so soll es weiterklingen Og þannig mun það enduróma Von Geschlechte zu Geschlecht: frá kynslóð til kynslóðar: Deutschland, Deutschland über alles, Þýskaland, Þýskaland um allan heim, Und im Unglück nun erst recht. Og fyrst í ógæfunni réttlátt. Æ, þetta hljómar næstum eins og spásögn. Óheillaspá. En nú skulum við ekki gleyma því að kvæðið er ort um miðja 19. öld þegar málfrelsi var víðast hvar handan við fjöllin blá. Þess vegna fór stjórnmálaumræða oftast fram í lokuðum hópum, stúdentafélögum og góðravinahópum yfir glasi. Þetta ljóð Hoffmanns von Fallersleben, Deutsch- landlied, var líka fyrst og fremst hugsað sem söngur í lokuðum hópi. Að því best er vitað var það fyrst sungið í október 1841 einungis tveggja mánaða gamalt. Lagið sem féll að ljóðinu eins og hanski að hendi er austurríski keisarasöngurinn sem Joseph Haydn notaði í samnefndum strokkvartett, Keisarakvartettinum. Hugmyndina sótti hann í gamalt króatískt þjóðlag. Söngurinn varð vinsæll og stjórn Austur-Prússlands leist ekki á blikuna því þeir vildu sem minnst hafa að gera með Austurríki. Og eins og Prússum er lagið létu þeir strax til skarar skríða. Hin ópólitísku ljóð Hoffmanns von Fallersleben voru hreint ekki eins ópólitísk og skáldið vildi vera láta. Upp úr áramótunum 1842 var Hoffmann von Fallersleben sviptur prófessors- embættinu og rekinn í útlegð til Frakklands. Minna mátti það ekki vera. Og sex árum síðar, þegar Parísarkommúnan var stofnuð, var hann enn í Frakk- landi. Margir Þjóðverjar voru fylgjendur hugmynda Parísarkommúnunnar og byltingarráðið í Frankfurt gerði Deutschlandlied að baráttusöng sínum. Það þarf víst ekki að minna á að bæði þýska og franska byltingin 1848 voru barðar niður með vopnavaldi og Karl Marx og Friederich Engels skrifuðu Kommúnistaávarpið. Árin á eftir voru erfið og róstusöm og það endaði með því að þýsku smáríkin voru sameinuð í þýska keisaradæmið 1871. Árið 1849, þegar búið var að ganga milli bols og höfuðs á uppreisnaröfl- unum, fékk Hoffmann von Fallersleben leyfi til að snúa aftur til föðurlands- ins. En hann fékk ekki prófessorsstöðuna aftur. Hann var nú orðinn 51 árs gamall og kominn tími til að huga að kvonfangi. Hann fékk augastað á 18 ára gamalli náfrænku sinni, Idu vom Berge, sem þegar á unglingsárum var orðin víðfrægur píanóleikari. Kennari hennar og velunnari var enginn annar en sjálfur Franz Liszt. Þau eignuðust tvö börn, dóttur sem dó á fyrsta ári og soninn Franz Frederich sem Franz Liszt hélt undir skírn. Hann varð síðar þekktur sem ágætur landslagsmálari. Af Idu vom Berge er engin mynd til að ég veit, en gamli Hoffmann von Fallersleben sá ekki sólina fyrir syninum unga, um það vitnar best ljóðabók hans 100 barnaljóð sem kom út árið 1862 og önnur með sama nafni ári síðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.