Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 64
B ö ð va r G u ð m u n d s s o n 64 TMM 2015 · 2 Eftir sameiningu þýsku smáríkjanna var ástæða til að hafa þjóðsöng. Deutschlandlied var nú ekki lengur bannað og það var oft sungið við hátíðleg tækifæri, skáldinu eflaust til gleði. En þjóðsöngur var það ekki enn. Í staðinn völdu stjórnvöld Þýskalands gamla, prússneska konungssönginn, Heil dir im Siegerkranz. Ekki þurfti annað en skipta á „König“ og „Kaiser“. Heil dir im Siegerkranz, Heill þér með sigurkrans, Herrscher des Vaterlands! stjórnandi föðurlandsins! Heil, Kaiser, dir! Heill, keisari, þér! Fühl in des Thrones Glanz Merk þú í geislagliti kórónunnar Die hohe Wonne ganz, hina allra mestu gleði Liebling des Volks zu sein! að vera ástmögur þjóðarinnar! Heil Kaiser, dir! Heill, keisari, þér! Alls sex erindi, gjörsamlega innihaldslaus þvæla. Ykkur grunar trúlega lagið. Íslendingar mundu syngja „Eldgamla Ísafold“ og Bretar „God save the Queen“. Það er skiljanlegt að fólk hafði meiri ánægju af að syngja Deutschlandlied. Ekki voru þó allir á einu máli um það eins og gengur. Til dæmis kallaði heimspekingurinn Friederich Nietzsche fyrsta erindið heimsins mesta heimskuraus. Og árin liðu. Gamli Hoffmann von Fall- ersleben lagði sig að deyja sama árið og Ísland fékk stjórnarskrána og Bretar afhentu Þjóðverjum Helgoland í friði og sátt. En allt í einu var komin heimsstyrjöld og Þjóðverjar áttu í vök að verjast. Þá var gott að eiga söng sem lofaði bróðurhug þjóðarinnar í vörn og úthaldi. Forráðamenn þýska hersins létu hermennina syngja Deutschlandlied áður en þeir gerðu árás á óvininn. Eftir ósigurinn 1918 bönnuðu sigurherrar stríðsins sönginn þann. Bannið stóð í fjögur ár, Deutschlandlied var gert að opinberum þjóðsöng Weimar- lýðveldisins 1922 að undirlagi hins sósíaldemókratíska forseta Frederichs Ebert. Hann áleit það nauðsyn fyrir þjóð sem var sundruð eftir innanlands- ófrið og átök að finna sameiningartákn. Ekki voru þó allir sammála um það og vinstrisinnaða skáldið Kurt Tucholsky kallaði fyrsta erindið „montvers í heimskingjabrag“! Í þetta skipti náði Deutschlandlied að vera þjóðsöngur Þjóðverja í 11 ár. Og nú erum við komin fram til ársins 1933. Þá varð annað ljóð hinn opinberi söngur við öll hátíðleg tækifæri. Kampflied, betur þekkt sem „Die Fahne hoch“. Nasistar voru komnir til valda. Deutschlandlied var þó ekki bannað. Að minnsta kosti ekki allt. Áróðursstjóri nasistanna á þriðja áratugnum var nefnilega doktor í bókmenntafræði. Dr. Joseph Göbbels. Fyrsta erindið, Deutschland, Deutschland über alles, über alles in der Welt, var leyft og nú var lagður sérstakur skilningur í þessar tvær línur, fram- Friederich Nietzsche
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.