Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 65
Ti l u r ð o g ö r l ö g t v e g g j a l j ó ð a
TMM 2015 · 2 65
hald setningarinnar féll í skuggann. Annað vers, um þýskar konur og þýska
tryggð, vín og söng var stimplað „óæskilegt“. Þriðja erindið um einingu,
réttlæti og frelsi var bannað. Hitler var þó sjálfur efins um að rétt væri að
ritskoða Deutsch land lied og kallaði það „fagurt ljóð um stóran draum“, en
eins og hann sagði: „Ýmsar aðrar þjóðir, [Bretar og Frakkar], skilja það ekki.
Trúlegast myndu þeir sjá í þessu ljóði merki um heimsvaldastefnu, sem þó er
langt frá þeirra eigin heimsvaldastefnu.“
Dr. Joseph Göbbels þekkti vel hverjir væru þeir eiginleikar ljóðs sem
hentuðu málstaðnum til framdráttar.
1: Ljóðið skyldi vera sönghæft við ljúft og vinsælt lag.
2: Ljóðið skyldi vera svo grunnt og yfirborðslegt að hver fáviti gæti skilið það.
3: Ljóðið skyldi lýsa dapurlegri fortíð og bjartri framtíð.
4: Ljóðið skyldi hvetja til hetjulundar og fórnfýsi.
5: Skáldið skyldi helst deyja fórnardauða fyrir málstaðinn á unga aldri.
Joseph Göbbels var maður framkvæmdanna. Lífssýn hans var einföld: Vanti
okkur eitthvað þá tökum við það. Ef það er ekki til þá búum við það til. Og
nú vantaði hann ljóð og skáld sem uppfyllti þessi fimm skilyrði. Hann fann
þau öll hjá ungum manni sem var nýhættur í laganámi til að geta gerst með-
limur í þeim armi nasistahreyfingarinnar sem hét SA, Sturm Abteilung eða
Stormsveitin. Nafn hans var Horst Wessel og hann var fæddur í Bielefeld í
Westphalen 1907 en flutti ungur með foreldrum sínum til Berlínar þar sem
faðir hans, dr. Ludwig Wessel, var prestur við lútersku Nikolaikirkjuna, eina
af elstu kirkjunum í borginni. Móðir hans, Louise Margarethe, var einnig
dóttir lútersks prests. Og trúið nú eða ekki, í Berlín bjó Wesselfjölskyldan í
Judenstraße.
Hvað lærir barn í lúterskri fjölskyldu sem býr í Júðastræti? Faðirinn var
mikill aðdáandi trúarleiðtogans mikla, Marteins Luthers, og hafði sérstakar
mætur á höfuðverki hans, „Um Gyðinginn og lygar hans“. Séra doktor Ludwig
Wessel var félagi í „Þýska þjóðarflokknum“, Deutsche nationale Volkspartei,
og sonurinn, Horst Wessel, gekk í æsku í ungmennafélag flokksins og varð
Frederich Ebert Kurt Tucholsky Adolf Hitler