Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 73
„ H v e r s v e g n a e r f ó l k i á s k a pa ð a ð v e r a s v o n a e i n m a n a ? “ TMM 2015 · 2 73 og þjáningar gelgjuskeiðsins“ (18) í eigin pínulitla heimi. Honum gengur illa að tengjast öðru fólki en hjónabandið færir honum loksins frið sem er svo snarlega rofinn þegar Shimamoto birtist allt í einu að nýju, ægifögur og dularfull. Veröld Hajime, sem hann hélt að væri rammbyggð, örugg og ástrík, er við það að hrynja og yfir hann hellist gamalkunnug tilfinning ófullnægju og einmanaleika. Án Shimamoto er lífið með öllum sínum dásemdum einskis virði og Hajime eins og „strandaglópur í loftleysinu á yfirborði mánans“ (144). Tómið í lífi hans verður ekki fyllt og eftir samvistir við Shimamoto getur hann ekki snúið aftur til fyrri tilveru (166). Undir lygnu yfirborði sögunnar er einhver strengur sem er magnaður af stílgaldri, fínlegum tengingum og vísunum. Samtöl og lýsingar á t.d. útliti, klæðnaði og hversdagslegustu athöfnum eins og að keyra í vinnuna eru skrifuð af raunsæi og nostursemi og minna á tölvuleik með vandaðri grafík. Í Sunnan við mærin skarast heimar, renna saman og rekast á: formföst veröld þess sem var og veröld verðbréfabrasks, háhýsa og jazz-bara; heimar austurs og vesturs; ókunnur heimur Shimamoto; brothætt veröld fyrstu kærustu Hajime sem hann lagði í rúst af grimmd og sjálfselsku; heimur bernsku og sakleysis, minninga og eftirsjár. Sagan vekur upp krefjandi spurningar um flókið nútímalíf sem hver verður að svara fyrir sig. Önnur bók Murakami sem kom út á íslensku í þýðingu Ugga er Spútnik- Ástin (2003). Sögumaðurinn K (Murakami er mikill Kafka-aðdáandi2) er einfari sem glímir við eilífðarspurningar um tilgang lífsins. Eina mann- eskjan sem hann hleypir að sér er skólasystir hans, Sumire. Vinátta þeirra er djúp og þróast í leynilega ást hjá honum en hún verður skyndilega bálskotin í Miu, giftri konu sem er bæði tilfinningalaus og kynköld. Þær stöllur eru í fríi á grískri eyju að sóla sig, synda og spjalla á kaffihúsi um ketti (þeir eru víða í verkum Murakami enda Japanir miklir kattaunnendur) þegar ógæfan dynur yfir. Miu hefur samband við K sem fer að leita hennar á eyjunni. Hann er sannfærður um að Sumire hafi snúið til annarlegs hliðarheims og seiðandi tónlist dregur hann upp fjallstind þar sem hann verður fyrir magnaðri mæra reynslu. Hann sogast ofan í djúpið, öll rökhugsun hverfur, tíminn leysist upp og merking og hverfulleiki tengjast hættulegum böndum. Hann lætur ekki undan heldur spornar við af öllu afli og tekst að komast til sjálfs sín. Þá sér hann óvænt samhengi í hlutunum: Á himninum virtist máninn vofa yfir ískyggilega skammt yfir tindinum. Hörð kúla úr steini, húðin uppétin af hinni miskunnarlausu tönn tímans. Ógnvænlegir skugg- arnir á yfirborði hans voru blindar krabbameinsfrumur sem teygðu út skynjara sína í átt að lífsins yl. Tunglskinið bjagaði öll hljóð, skolaði burt allri merkingu, sveipaði sérhvern huga glundroða. Í tunglskininu hafði Miu séð sitt annað sjálf. Það lokkaði köttinn hennar Sumire eitthvað burt. Það sá til þess að Sumire hvarf. Og það leiddi mig hingað, seiddi mig með tónlist sem – að öllum líkindum – var aldrei til. Fyrir framan mig var botnlaust myrkur; að baki mér heimur daufrar birtu. Ég stóð þarna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.