Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 83
TMM 2015 · 2 83 Eiríkur Örn Norðdahl Vetur í Víetnam 1 Eiríkur: Ég er hræddur við að búa í sveit. Nadja: Ég á ekki við að við búum í sveit. En ég vil ekki búa í borg. Þú veist ekki hvernig þetta getur verið. Ég vil geta farið í göngutúr og ekki heyrt í umferðinni. Eiríkur: Ég veit ekkert hvað leynist í náttúrunni. Snákar, ber – það er ekki einsog hérna. Náttúran er hættuleg og við þekkjum hana ekki. Nadja: En það er millistig. Hvorki stórborg né sveit. Kannski getum við verið nálægt hafinu. Eiríkur: Þægindin kosta. Það er ódýrast að leigja við umferðaræðar. Ódýrast að leigja fjarri hafinu. 2 Það fyrsta sem ég lærði í Víetnam var að óttast ekki dauðann. Við höfðum varla sofið í sólarhring eftir flugið frá Stokkhólmi og skakklöppuðumst rangeyg út af hótelinu í matarleit, ég leiddi Aram Nóa og Nadja var með Aino Magneu ólaða á bakið, við þrömmuðum í gegnum stjórnlaust öldurót mótor- hjóla, reiðhjóla, götusala, leigubíla, ruslabíla og rúta. Gengum í vegkantinum eða bara úti í vespugerinu því í Víetnam eru gangstéttirnar fyrir ávaxtasala, farartæki og veitingastaði, bara í Hanoi deyja um 30 manns í umferðinni á dag. En maður þarf að borða. Börnin manns þurfa að borða. Og þetta gerir fólk – þetta er eðlilegt og flestir koma lifandi heim til sín. Maður tekur skref eftir skref, heldur stöðugu tempói, breytir ekki um stefnu nema með góðum fyrirvara, bakkar ekki, herðir ekki snögglega á sér og treystir því að enginn keyri bókstaflega á mann þótt þeir komi skuggalega nálægt. Það er ekkert jafn víst með að drepa mann í þessari umferð og það að óttast dauðann. Sá sem hikar tapar. Sá sem hikar deyr. Sem betur fer erum við of þreytt til að vera hrædd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.