Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 85
Ve t u r í V í e t n a m
TMM 2015 · 2 85
Laos og Víetnam sé sá að í Víetnam virki hlutirnir oftar en ekki – hér er yfir-
leitt rafmagn, yfirleitt vatn, lestirnar ganga yfirleitt á réttum tíma – en í Laos
(eða Kambódíu) sé engu treystandi. Við förum hvorki til Laos né Tælands;
við erum hérna til að vera hérna.
6
Áreitið er viðstöðulaust. Og það er ekki bara hægt að kenna hávaðanum
um, ekki bara rigningunni og umferðinni og hitanum, ekki bara karókí-
vélunum og heilgrilluðu hundunum sem hanga á teini hjá götusölunum,
ekki bara túristunum og ágengum sölumönnunum, ekki bara viðstöðulausri
nærveru stríðsins – fórnarlömb jarðsprengja og Agent Orange má enn finna
víða – ekki bara bufflarnir og hundarnir sem gera aðsúg að mér á hlaupum,
ekki bara rotturnar á þakinu eða eðlurnar á veggjunum, ekki bara óvanaleg
hegðun fólksins (það sem þeir hlæja að óförum annarra; það sem þeir hía
á fólk), heldur verður maður líka að líta sér nær. Þetta er einsog að mæta
við rætur Hvannadalshnjúks húfu- og vettlingalaus; án félagslegrar skeljar
í Hanoi eða Ho Chi Minh, alinn upp í fámenninu – maður hefur engar for-
sendur til þess að mæta þessu samfélagi fyrren maður hefur veðrast svolítið.
Stundum finnst mér einsog ég þyrfti helst að vera hér í nokkrar lífstíðir áður
en ég geti leyft mér að segja neitt af neinu öryggi.
7
Nadja: Opnar klukkan átta? Ekki er fólk að panta sér föt klukkan átta á
morgnana?
Skraddarinn: Nei. Ég hangsa mestmegnis bara fyrripartinn – sit og les og sinni
þeim sem koma.
Nadja: Hvað ertu að lesa?
Skraddarinn: Blöð og tímarit.
Nadja: En bækur?
Skraddarinn: Ha ha!
Nadja: Hvað?
Skraddarinn: Víetnamar lesa ekki bækur.
Nadja: Hvað meinarðu?
Skraddarinn: Hefur þú séð einhverjar bókabúðir hérna?
Nadja: Nei.
Skraddarinn: Eða bókasöfn?
Nadja: Tja …
Skraddarinn: Mér finnst heldur ekki skemmtilegt að lesa bækur. Víetnömum
finnst það ekkert skemmtilegt.