Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 86
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l 86 TMM 2015 · 2 8 Það er mynd af Ho Chi Minh á peningunum; mynd af Ho Chi Minh á öllu öðru. Þegar ég sting kortinu mínu í hraðbankann verður skjárinn fyrst eld- rauður, svo birtist hamar og sigð, og loks lógó bankans og síðan fæ ég að taka út pening. Í skjóli flokksins. Það tekur því ekki að fara í hraðbankann fyrir minna en þrjár milljónir, sem eru fleiri einingar en ég fæ skilið. Í Víetnam er minnsti seðillinn sem ég sé 500 dong – rétt rúmar þrjár krónur. Ég heyri sögur af 200 donga seðli en ég sé hann aldrei. Það er ekki til nein mynt. En allt er til sölu og það eru engin föst verð, ekki heldur þar sem stendur að það séu föst verð, ekki heldur þar sem eru verðmiðar. Allir eru kapítalistar. Skólagjöld í grunnskóla eru mjög lág en skóladagurinn er líka stuttur, allir fara í dýra einkakennslu fram á kvöld – leikskólakennarar lifa á mútum frá foreldrum, sem þeir fá gegn því að sýna börnum þeirra auka athygli. 9 Það er ekki alveg satt að það séu engar bókabúðir í Hoi An – en bækurnar sem eru til sölu eru annaðhvort á erlendum málum fyrir túrista eða kennslubækur. Í stærstu bókabúðinni, sem kæmist fyrir inni á Mokka kaffi í Reykjavík, finn ég tvær bækur á íslensku: Napóleonsskjölin eftir Arnald Indriðason og Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur. Eina bók eftir kónginn og eina eftir drottninguna. Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness er til en bara á ensku. Hér er einvörðungu sýslað með notaðar bækur, mest á ensku en líka á þýsku, frönsku og norðurlandamálunum. Í einni eða tveimur túristabúðum niðri í bæ má finna nýjar bækur, ólesnar, ósnertar – þessa einu víetnömsku skáldsögu sem þeir hafa áhuga á að selja manni, The Sorrow of War eftir Bao Ninh, sem er þeirra Platoon, merkilega svipuð; tilgangs- og viðstöðulaus slátrun á fólki í nafni málstaðar sem maður skilur ekki í bland við eiturlyfjanotkun og rugl sem fylgir barnungum hermönnum – smásagnasafnið The General Retires eftir Nguyen Huy Thiep, klassískar 19. aldar bókmenntir frá Evrópu og Ameríku, 3–4 samtímahöfunda sem eru vinsælir meðal enskumælandi andfætlinga, Elskhugann eftir Marguerite Duras (sem var eins konar Víetnami), matreiðslubækur og ljósmyndabækur. Já og frekar óspennandi ljóðabók eftir einhvern túrista, með teikningum af gamla bænum. Frægasti höfundur þeirra, Duong Thu Huong, var eitt sinn sjálfboðaliði í „stríðinu gegn Bandaríkjamönnum“, hafðist við í göngum og frumskógum í sjö ár og varð síðar einn af vinsælustu höfundum landsins en hún hefur lítið fengist útgefin innanlands síðustu tvo áratugina eftir að hafa tekið að gagnrýna yfirvöld í bókum sínum – í kjölfar þess að flokkurinn hvatti höfunda til þess, í perestroikískum anda seint á níunda áratugnum, en dró svo til baka þegar járntjaldið í Evrópu hrundi. Hún var fyrst rekin úr flokknum, svo ofsótt af stjórnvöldum, fangelsuð um skamma hríð fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.