Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 88
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l 88 TMM 2015 · 2 ég veit, það sem ég hef lesið svo oft. Þetta gerði Agent Orange. Þetta er hann enn að gera. 12 Í sósíalismanum eru það ekki bara sjóræningjasíðurnar sem ógna allsherjar- reglu heldur líka samfélagsmiðlarnir (í kapítalismanum höfum við meiri áhyggjur af upplausn fjármagns en upplausn félagsvitundar, í markaðs- sósíalismanum þarf að hafa kontról á hvorutveggja). Facebook er auð- vitað bannað, en það er jafnvel einfaldara að fara framhjá því banni en afritunarvörnum íslenskra rafbóka – ég hef varla séð neinn opna fartölvu eða taka upp síma í þessu landi án þess að þar sé Facebook opið. Twitter og Google Plus eru líka bönnuð á sama hátt. Raunar viðurkennir ríkisstjórnin alls ekki að hún hafi bannað félagsmiðla, ekki frekar en Pressan og miðlar hennar gangast við að hanga í sama ættartré og Framsóknarflokkurinn. Ríkisstjórnin kennir einhverjum öðrum um, ég man ekki alveg hverjum, útlendingum, árásum á netstrengi, ekki einu sinni heitustu kommúnistar leggja á það neinn trúnað og nákvæmlega hverjar lygarnar eru skiptir ekki máli nema maður vilji hafa þær eftir. Eitt og annað fleira er svo bannað – alls konar spjallforrit, heimasíður mannréttindasamtaka og auðvitað heims- valdasinnarnir á BBC. Mér skilst að ástandið sé svo verst þegar kemur að miðlum á víetnömsku – miðlar á ensku geta gagnrýnt yfirvöld upp að vissu marki án þess að lenda í veseni en miðlar á víetnömsku mega að sögn ekki halla á hana máli að nokkru leyti án þess að vera lokað tafarlaust. Það ku síðan ekki meðmæli með innlendum rithöfundum að þeir fáist útgefnir í landinu. 13 Í febrúar birtist frétt þess efnis í enskumælandi dagblaði, Vietnam News, að þrír einstaklingar hafi verið dæmdir af Alþýðuréttinum fyrir „sedition“ – að „kynda undir óánægju eða æsa til uppreisnar gegn ríkinu“, einsog það er þýtt á snöru.is. Í fréttinni kemur fram að viðkomandi einstaklingar hafi birt lygar og misvísandi upplýsingar um land, þjóð og flokk á Facebook og á heimasíðum Hoi Yeu Nuoc (Félags föðurlandsvina) og Hoi Anh Em Dan Chu (Lýðræðisbræðralagsins), þar sem þeir hafi í ofanálag birt myndband frá mótmælum í Amata og handtöku mótmælenda. Það kemur ekki fram hvað þeir hafi sagt eða hverju hafi verið mótmælt, en brotin áttu sér stað á tveggja ára tímabili. Í fréttinni stendur að þeir hafi verið sakaðir um að mis- nota lýðræðisréttindi sín, málfrelsi, fundafrelsi, áfrýjunarfrelsi og réttinn til að nota internetið. Ég les fréttina alltaf annað veifið, kannski einu sinni í viku, til að reyna að átta mig betur á henni. Vietnam News er í eigu Vietnam New Agency
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.