Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 90
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l 90 TMM 2015 · 2 borða eða á markaðinn eða í „vestrænu búðina“ (þar sem er hægt að kaupa smjör, ost og kornfleks), og ég verð var við einhver læti neðar í götunni. Við hliðina á okkur, austanmegin, býr áburðarsali og garðyrkjubóndi og lætin koma úr garðinum við næsta hús þar fyrir neðan. Skyndilega sprettur fram stærðarinnar grís og tekur á rás niður götuna, hrín einsog hann eigi lífið að leysa – sem hann á – og svigar á milli áróðurspjaldanna á gangstéttinni („vertu góður kommúnisti og stattu með kjarnafjölskyldunni og hernum“) og áróðurspjaldanna á umferðareyjunni („ekki fá eyðni og hættu að reykja“) sem skiptir götunni í tvennt. Á eftir honum koma hlaupandi fjórir ungir karlmenn sem eru sjálfsagt samanlagt álíka þungir og grísinn, sem þeir ná samt að snúa niður og draga á bakinu upp á gangstétt, þar sem þeir leggja hann á bekk og skera á háls. Eða – ég held þeir hafi skorið hann á háls. Höfuðið er inni í garðinum en skrokkurinn úti á gangstétt; í öllu falli hættir hann að hrína, hættir að öskra, og hættir að hreyfa sig og bara liggur þarna. 15 Þann 3. febrúar heldur kommúnistaflokkurinn upp á afmælið sitt. Í Vietnam News stendur reyndar að það verði haldið upp á afmælið þann 2. mars – 03.02 eða 02.03 það kemur út á eitt fyrir mörgum. Það er skipt um áróður- spjöld í bænum, þeim fjölgar mikið, fánar spretta upp úti um allt, borðar eru strengdir yfir götur og í blöðunum er fjallað um sigra flokksins, um það hvernig þjóðin væri á vonarvöl ef Ho Chi Minh hefði aldrei lesið Marx og Lenín, um einurð og samstöðu þjóðarinnar, fórnir hennar og baráttu. Í félagsheimili flokksins, sem er rétt hinumegin við götuna frá heimili okkar, eru alls kyns hátíðarhöld – kommúnistarnir sitja í kringum mikil langborð dúkuð með hvítu, drekka bjór og hlusta á ræður. Í miðjum salnum er gull- stytta af Ho frænda. Í dag er 28. mars – flest öll áróðurspjöldin eru ennþá uppi og byrjað að hengja upp ný, fjölga þeim enn frekar, því eftir mánuð verður „friðinum“ fagnað. Þá verða liðin 40 ár frá því Norður-Víetnam innlimaði Suður- Víetnam – sem Bandaríkjamenn höfðu yfirgefið tveimur árum áður – í alþýðulýðveldið. Þá víkja aftur fréttir um það hvernig stjórnmálaleiðtogar nota Facebook (ég sver það, þetta er gagnslausasta bann í veröldinni) til að eiga í samskiptum við stórfjölskylduna og kjósendur sína fyrir fréttum um fórnir þjóðarinnar, speki Ho Chi Minh og dásemdir hinnar viðvarandi byltingar. 16 Ég vil ekki gefa ranga mynd af fjölmiðlum hérna. Þeir eru ekki bara jákvæðir. Í einhverjum skilningi eru þeir meira að segja oft mjög gagn- rýnir. Í einu tölublaði Vietnam News (sem hefur nýverið hækkað í verði,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.