Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 91
Ve t u r í V í e t n a m TMM 2015 · 2 91 úr 30 þúsund dong í 40 þúsund; og ég gruna blaðasalann augnablik um græsku, en það hefur verið settlað núna) er löng fréttaskýring um hversu illa stjórnvöldum gengur að ráða bug á fátækt í landinu. Og það hvarflar að mér að ef þessi frétt hefði birst á Íslandi og fjallað um Ísland – til dæmis ein- hverjum miðlum Framsóknarflokksins – hefði verið stutt í að menn bentu á nágrannalöndin og færu að berja sér á brjóst. Allt er nefnilega relatíft. Fátækt í Víetnam er ekki sambærileg við fátækt í Laos og Kambódíu. Barnadauðinn þar, menntakerfið þar, heilbrigðiskerfið þar, vegakerfi, internet, smit- sjúkdómar, neysluvarningur – eiginlega er efnahagurinn í Víetnam þá hreinasta kraftaverk og gott ef ekki dónaskapur að kvarta undan smávægis auraleysi hjá einstaka framtakslausum aumingja. En svo myndi það kannski ekki gagnast Pressunni jafn vel að benda á nágrannalönd Íslands og það gæti gagnast Víetnömum – en það er önnur saga. Reyndar slær það mig á einhverjum tímapunkti hversu margar fréttir hérna snúast um framtíðina, hversu mikið er fjallað um þær ögranir sem fram undan eru, frekar en hvað hafi farið úrskeiðis í fortíðinni. Haft er eftir ráðherrum að næstu ár verði erfið. Haft er eftir embættismönnum að mikið verk sé óunnið. Útlitið sé ekki gott. Nú verði allir að herða sultarólina, taka á honum stóra sínum, framundan séu átök. Og ég velti því fyrir mér hvort það sé þetta sem skilgreini þróunarland – að eiga framtíðina fyrir sér en búa ekki handan endaloka sögunnar, einsog við þarna í Star Trek raunveruleikanum úti í rassgati, þar sem búið er að vinna alla hugsanlega sigra (sú er að minnsta kosti frásögnin sem við erum stödd í; það er búið að loka bókinni á okkur). 17 Margir hér hafa ekki hugmynd um hvenær þeir eru fæddir og spyrjirðu hve gamlir þeir séu er hugsanlegt að þú fáir fleiri en eitt svar. Á pappír- unum – þessum sem gefnir eru út af alþýðulýðveldinu og segja t.d. til um hvenær þú mátt taka bílpróf – gildir vestrænt tímatal, svo sá sem er fæddur 18. janúar 1978 er 37 ára. En handan pappíranna er líka asískt tímatal – og þegar tunglnýárið gengur í garð, sem í ár gerðist þann 19. febrúar, eldast allir saman um eitt ár. Þá er aldur að jafnaði talinn frá getnaði en ekki fæðingu – og heilu ári bætt við aldurinn (frekar en litlum níu mánuðum). Vinur okkar, þessi sem fæddist 18. janúar 1978, fæddist áður en tunglnýárið gekk í garð það árið – sem færir hann upp um eitt ár, plús svo annað upp á mismuninn á getnaðardegi og fæðingardegi, og er þá 39 ára gamall. Í fullkominni mótsögn við þetta er aldur barna talinn í mánuðum frá fæðingu – þar til þau eru 4–5 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.