Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 91
Ve t u r í V í e t n a m
TMM 2015 · 2 91
úr 30 þúsund dong í 40 þúsund; og ég gruna blaðasalann augnablik um
græsku, en það hefur verið settlað núna) er löng fréttaskýring um hversu
illa stjórnvöldum gengur að ráða bug á fátækt í landinu. Og það hvarflar að
mér að ef þessi frétt hefði birst á Íslandi og fjallað um Ísland – til dæmis ein-
hverjum miðlum Framsóknarflokksins – hefði verið stutt í að menn bentu á
nágrannalöndin og færu að berja sér á brjóst. Allt er nefnilega relatíft. Fátækt
í Víetnam er ekki sambærileg við fátækt í Laos og Kambódíu. Barnadauðinn
þar, menntakerfið þar, heilbrigðiskerfið þar, vegakerfi, internet, smit-
sjúkdómar, neysluvarningur – eiginlega er efnahagurinn í Víetnam þá
hreinasta kraftaverk og gott ef ekki dónaskapur að kvarta undan smávægis
auraleysi hjá einstaka framtakslausum aumingja. En svo myndi það kannski
ekki gagnast Pressunni jafn vel að benda á nágrannalönd Íslands og það gæti
gagnast Víetnömum – en það er önnur saga.
Reyndar slær það mig á einhverjum tímapunkti hversu margar fréttir
hérna snúast um framtíðina, hversu mikið er fjallað um þær ögranir sem
fram undan eru, frekar en hvað hafi farið úrskeiðis í fortíðinni. Haft er eftir
ráðherrum að næstu ár verði erfið. Haft er eftir embættismönnum að mikið
verk sé óunnið. Útlitið sé ekki gott. Nú verði allir að herða sultarólina, taka á
honum stóra sínum, framundan séu átök. Og ég velti því fyrir mér hvort það
sé þetta sem skilgreini þróunarland – að eiga framtíðina fyrir sér en búa ekki
handan endaloka sögunnar, einsog við þarna í Star Trek raunveruleikanum
úti í rassgati, þar sem búið er að vinna alla hugsanlega sigra (sú er að minnsta
kosti frásögnin sem við erum stödd í; það er búið að loka bókinni á okkur).
17
Margir hér hafa ekki hugmynd um hvenær þeir eru fæddir og spyrjirðu
hve gamlir þeir séu er hugsanlegt að þú fáir fleiri en eitt svar. Á pappír-
unum – þessum sem gefnir eru út af alþýðulýðveldinu og segja t.d. til um
hvenær þú mátt taka bílpróf – gildir vestrænt tímatal, svo sá sem er fæddur
18. janúar 1978 er 37 ára. En handan pappíranna er líka asískt tímatal – og
þegar tunglnýárið gengur í garð, sem í ár gerðist þann 19. febrúar, eldast allir
saman um eitt ár. Þá er aldur að jafnaði talinn frá getnaði en ekki fæðingu –
og heilu ári bætt við aldurinn (frekar en litlum níu mánuðum). Vinur okkar,
þessi sem fæddist 18. janúar 1978, fæddist áður en tunglnýárið gekk í garð
það árið – sem færir hann upp um eitt ár, plús svo annað upp á mismuninn á
getnaðardegi og fæðingardegi, og er þá 39 ára gamall. Í fullkominni mótsögn
við þetta er aldur barna talinn í mánuðum frá fæðingu – þar til þau eru 4–5
ára.