Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 92
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l
92 TMM 2015 · 2
18
Það eru ríflega þrír mánuðir frá því ég týndist í skóginum í regninu, frá því
Google Maps dró mig á villigötur. Nokkrum dögum síðar var búið að ryðja
skóginn og í gær sá ég að malbikunarvélarnar voru mættar. Nú liggur þarna
beinn og breiður vegur og daginn áður en við yfirgefum landið er kveikt á
ljósastaurunum. Þegar veruleikinn er ekki í samræmi við upplýsingarnar
verður veruleikinn að breytast.
19
Það stara allir á mig. Ég er hættur að taka eftir þessu en ég sé það á ljósmynd-
unum sem Nadja tekur af mér – á markaðnum, úti á götu. Fólk snýr sér við
og starir á mig. Ekki bara einn eða tveir, allir.
Eftir nokkrar vikur dregur úr þessu í Hoi An, fólkið hefur séð mig áður,
en þá förum við í ferðalag – til Hue, Da Lat, Da Nang, Nha Trang, Mekong
og Saigon – og þá er aftur nýjabrum að manni. Stundum brosa heimamenn
til mín og hlæja, lyfta upp hendinni til að sýna hvað ég sé stór, hvað þeir séu
litlir. Stundum brosi ég til baka en stundum er ég þreyttur á að vera stór og
reyni að taka ekki eftir þessu. Unglingar í íþróttavöruverslun í Hue biðja
um að fá að stilla sér upp með mér og taka mynd. Þetta endurtekur sig í
matvöruverslun í Da Nang, nema þá er það fullorðin kona, kannski tæplega
fimmtug, sem hleypur hálfa verslunina á enda með vinkonu sína í eftirdragi.
Ég brosi bara og leyfi þeim að taka mynd. Stundum læðist fólk upp að mér
og reynir að taka myndir í laumi, eða bara benda vinum sínum á viðundrið.
Þetta er helsta ástæðan fyrir því að ég gæti aldrei sest að í Víetnam – gæti
aldrei komið mér fyrir án þess að eiga undankomuleið, flugmiða heim. Ekki
stórmál – ekki einsog að vera plantað á FIT, fengin ölmusa og bannað að
vinna og svo ræddur í fjölmiðlum viðstöðulaust einsog maður sé faraldur
en ekki manneskja, á meðan maður bíður þess að vera dæmdur aftur út á
gaddinn – en nóg til að geta seint tilheyrt.
20
Á bolnum mínum er andlitsmynd af Ho Chi Minh mynduð úr orðunum
í stjórnarskrá Víetnama – sem er aftur að hluta mynduð úr stjórnarskrá
Bandaríkjanna. Á bollanum mínum er líka mynd af Ho Chi Minh – þar situr
hann við bambusborð úti í náttúrunni, hvítklæddur með sígarettu í annarri
hendi og penna í hinni, nóterar hjá sér eitthvað um byltinguna. Hann sá
sig ekki sem hugmyndafræðing en var engu að síður sískrifandi; birtist
manni frekar sem spekingur eða spámaður. Einhverju sinni á hann að hafa
sagt sposkur að Maó formaður skrifaði næga hugmyndafræði fyrir þá báða
samanlagt. Á bollanum er líka önnur mynd, af herforingjanum Võ Nguyen