Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 92
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l 92 TMM 2015 · 2 18 Það eru ríflega þrír mánuðir frá því ég týndist í skóginum í regninu, frá því Google Maps dró mig á villigötur. Nokkrum dögum síðar var búið að ryðja skóginn og í gær sá ég að malbikunarvélarnar voru mættar. Nú liggur þarna beinn og breiður vegur og daginn áður en við yfirgefum landið er kveikt á ljósastaurunum. Þegar veruleikinn er ekki í samræmi við upplýsingarnar verður veruleikinn að breytast. 19 Það stara allir á mig. Ég er hættur að taka eftir þessu en ég sé það á ljósmynd- unum sem Nadja tekur af mér – á markaðnum, úti á götu. Fólk snýr sér við og starir á mig. Ekki bara einn eða tveir, allir. Eftir nokkrar vikur dregur úr þessu í Hoi An, fólkið hefur séð mig áður, en þá förum við í ferðalag – til Hue, Da Lat, Da Nang, Nha Trang, Mekong og Saigon – og þá er aftur nýjabrum að manni. Stundum brosa heimamenn til mín og hlæja, lyfta upp hendinni til að sýna hvað ég sé stór, hvað þeir séu litlir. Stundum brosi ég til baka en stundum er ég þreyttur á að vera stór og reyni að taka ekki eftir þessu. Unglingar í íþróttavöruverslun í Hue biðja um að fá að stilla sér upp með mér og taka mynd. Þetta endurtekur sig í matvöruverslun í Da Nang, nema þá er það fullorðin kona, kannski tæplega fimmtug, sem hleypur hálfa verslunina á enda með vinkonu sína í eftirdragi. Ég brosi bara og leyfi þeim að taka mynd. Stundum læðist fólk upp að mér og reynir að taka myndir í laumi, eða bara benda vinum sínum á viðundrið. Þetta er helsta ástæðan fyrir því að ég gæti aldrei sest að í Víetnam – gæti aldrei komið mér fyrir án þess að eiga undankomuleið, flugmiða heim. Ekki stórmál – ekki einsog að vera plantað á FIT, fengin ölmusa og bannað að vinna og svo ræddur í fjölmiðlum viðstöðulaust einsog maður sé faraldur en ekki manneskja, á meðan maður bíður þess að vera dæmdur aftur út á gaddinn – en nóg til að geta seint tilheyrt. 20 Á bolnum mínum er andlitsmynd af Ho Chi Minh mynduð úr orðunum í stjórnarskrá Víetnama – sem er aftur að hluta mynduð úr stjórnarskrá Bandaríkjanna. Á bollanum mínum er líka mynd af Ho Chi Minh – þar situr hann við bambusborð úti í náttúrunni, hvítklæddur með sígarettu í annarri hendi og penna í hinni, nóterar hjá sér eitthvað um byltinguna. Hann sá sig ekki sem hugmyndafræðing en var engu að síður sískrifandi; birtist manni frekar sem spekingur eða spámaður. Einhverju sinni á hann að hafa sagt sposkur að Maó formaður skrifaði næga hugmyndafræði fyrir þá báða samanlagt. Á bollanum er líka önnur mynd, af herforingjanum Võ Nguyen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.