Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 102
102 TMM 2015 · 2 John Freeman Viðtal við Tomas Tranströmer Magnús Sigurðsson þýddi Eyjan Runmarö liggur í um klukkustundar fjarlægð frá Stokkhólmi, umkringd skerjum sem rísa upp úr haffletinum. Til að komast þangað þarf að taka ferju sem þræðir sér leið um skerjagarðinn á 20 hnúta hraða á klukkustund. Það er rigningarsíðdegi í ágúst, hafið grænleitt og dulúðugt – og ekki erfitt á degi sem þessum að skilja hvers vegna sæfarendur byggðu hús sín á Runmarö fremur en á einhverjum af hinum 27.000 eyjunum í sænska skerjagarðinum. Þegar eyjan rís úr hafi, klettótt, vaxin rauðgreni og eikartrjám, er hún að sjá sem unaðsreitur hins heimakæra manns. Á ofanverðri 19. öld var móðurafi Nóbelskáldsins Tomas Tranströmers slíkur maður. Sem skipstjóri leitaði hann að föstu landi undir fótum, og lenti skipi sínu hér. Litla, bláa timburhúsið sem hann reisti á Runmarö stendur enn, og þar verja Tranströmer og Monica, eiginkona hans til ríflega 50 ára, sumrum sínum. Eins og sönnum afkomanda skipstjóra sæmir, þá tekur Tranströmer með viðhöfn á móti gestum sem stíga af skipsfjöl, þótt heilablóðfallið sem lamaði hann fyrir 25 árum geri honum móttökuna erfiða. Þegar mig ber að garði, bíður hann mín í hjólastól við endann á löngum og mjóum malarstíg, með teppi vafið um axlirnar. Monica stendur fyrir aftan hann. Útvarp frá 6. áratug síðustu aldar hvílir í kjöltu hans, og úr því hljóma tónar úr 2. sinfóníu Rachmaninoffs í E-dúr svo undir tekur í skóginum. Um leið og Monica ýtir eiginmanni sínum varlega í átt að húsinu, upp skábrautina og inn í forstofuna, má hvarvetna heyra táknin úr hinni mikil- fenglegu ljóðlist Tranströmers hvísla allt í kringum okkur. Jarðvegurinn umhverfis húsið er vaxinn mosa og þéttum rótargróðri. Vindurinn muldrar í laufi trjánna. Í loftinu er keimur af seltu og viðarkvoðu. Ugglaust hnitar haukur eða músafálki hringa fyrir ofan okkur og virðir okkur fyrir sér úr háloftunum. Tranströmer byrjar strax á því að benda hljóðlega hingað og þangað, eins og hann vilji segja hérna, þetta er það sem ég átti við. Á þeim tveimur klukkustundum sem í hönd fara verður mér ljóst að þessi eyja hefur látið honum í té nóturnar sem gerðu honum kleift að skapa þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.