Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 103
Vi ð t a l v i ð To m a s Tr a n s t r ö m e r TMM 2015 · 2 103 seiðandi og fögru hljómkviðu sem ljóðlist hans er. Fyrir vikið hvarfla allar spurningar um skáldskapinn og merkingu hans aftur að eyjunni og móður- afa Tranströmers, sem lyftir reglulega upp hendi sinni til að benda á muni og málverk í stofunni, líkt og þar séu ljóðin sjálf komin, ekki innblásturinn að baki þeim. Með þessu móti fara samskipti okkar fram. Heilablóðfallið sem Tranströmer fékk árið 1990, lamaði annan helming líkama hans og rændi hann nær alfarið málinu. Af þeim sökum er stofan sem Monica beinir okkur inn í bæði lítil og þéttsetin. Tveir vinir, bandarískur kvikmyndagerðarmaður og sænsk eiginkona hans, sitja hlið við hlið á þröngum píanóbekk. Ljósmyndari, fjölmiðlafulltrúi Tranströmers og Monica sitja í hálfhring umhverfis hann, líkt og hann sé konsertpíanisti sem er um það bil að hefja leik fremur en skáld sem hefur með tregðu en þó vinsamlega látið til leiðast að svara nokkrum spurningum. Raunin er hins vegar sú að öll eru þau hér til að aðstoða við að túlka svör Tranströmers. Hann getur sagt tvö orð mjög skýrt: já og nei, og „mjög gott“. Önnur orð koma á stangli, en þessi þrjú orð eru málfarsleg stýrishjól hans. Andlitið segir þó miklu meira. Tranströmer, sem hefur svo oft verið ljósmyndaður brúnaþungur á svip, er líflegur og áhugasamur í eigin persónu, með hlýlegt og jafnvel sposkt augnaráð. Þetta eftirmiðdegi spyr ég spurninga sem Monica þýðir á sænsku og Tranströmer svarar, síðan spyr hún nánar út í svör hans, og þannig gengur það koll af kolli. Inn á milli stýrir Tranströmer spurningum hennar og útleggingum með svipbrigðum sínum, þeim örfáu orðum sem hann á og hljómblæ raddar sinnar. Þau snertast og hafa ekki augun hvort af öðru á meðan. Erfitt er að segja til um, þegar horft er á þau, hvort þeirra er stjórnandinn og hvort sinfónían. *** Ef til vill er við hæfi að ræða með þessum hætti við skáld sem er í hávegum haft af lesendum um víða veröld. Jafnvel áður en Tranströmer hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels höfðu ljóð hans verið þýdd á næstum 60 tungu- mál. Aðeins Neruda hefur verið þýddur á fleiri tungur. Á meðal aðdáenda Tranströmers eru Seamus Heaney sem og mörg af helstu skáldum Bandaríkjanna eftir seinna stríð. Þá á hann sína aðdáendur úr röðum rúmenskra skálda, júgóslavneskra og japanskra. Paul Muldoon, ljóðaritstjóri New Yorker-blaðsins sem ólst upp á Norður-Írlandi, segir að æðið hafi jafnvel náð alla leið þangað, þegar ástandið var hvað verst. „Við kölluðum hann „Transformer“ okkar á milli, sem er til marks um hversu mikla virðingu við bárum fyrir áhrifamætti hans.“ Afrek Tranströmers er þeim mun eftirtektarverðara þegar horft er til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.