Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 104
J o h n F r e e m a n
104 TMM 2015 · 2
afkastanna. Á sex áratugum hefur hann einungis gefið út ellefu ljóða söfn, og
geymir ekkert þeirra fleiri en tuttugu ljóð.
Eintak af heildarsafninu liggur í seilingarfjarlægð á meðan við búum
okkur undir samtalið, eins og leiðarbók yfir staðina sem Tran strömer hefur
heimsótt í huga sér.
Ég spyr hvort Tranströmer hafi tekið að líta á ljóðlistina sem eins konar
vegvísi. „Já, já,“ tekur hann undir, með nánari útlistun Monicu: „Leið til þess
að komast nær leyndar dóminum. Ég held að það sé góð myndlíking fyrir
ljóðlistina.“
Umráðasvæði hans var ekki stórt yfirferðar, en það var þeim mun meira
á dýptina. Megnið af starfsævi sinni vann hann sem sálfræðingur, fyrst á
betrunarheimili fyrir unga drengi og síðar sem vinnusálfræðingur á vegum
sænska ríkisins.
Ljóðagerð Tranströmers er knúin ástríðu og gædd djúpum, sálfræðilegum
krafti. Sömu tákn og fyrirboðar skjóta endurtekið upp kollinum: árstíðirnar
og veðrabrigði þeirra, draumfarir og tvífarar, fortíðarsaga fjölskyldu hans.
Að lesa ljóð Tranströmers er einna líkast því að ganga inn í lævi blandið
innra rými sem búið er að gera sjónrænt, þrungið margvíslegum táknum,
kennileitum og bendingum. Stundum beitir Tranströmer afstrakt mynd-
máli, en bestu ljóð hans eru eins innileg og koss í myrkri. Hann nær að
framkalla þessa nánd í gegnum skilningarvitin, og með því að þurrka smám
saman út hið sjálflæga „ég“. Sem dæmi má nefna ljóðið „Morgunfuglar“, sem
hefst á því að skáldið stígur upp í bíl sinn, umbreytist í lýsingu á háværum
söng skjónna og lýkur á þessum mikilfenglegu ljóðlínum, sem gætu staðið
sem leiðarvísir að höfundarverkinu öllu:
Stórkostlegt að finna ljóð sitt vaxa
og minnka jafnframt sjálfur.
Það stækkar, kemur í minn stað.
Það ýtir mér til hliðar.
Það fleygir mér út úr hreiðrinu.
Ljóðið er ort.
(Tomas Tranströmer: Ljóð 1954–2004,
þýð. Njörður P. Njarðvík, bls. 114)
Að Muldoon og Heaney skuli handgengnir Tranströmer gefur vísbendingu
um hvers vegna ljóð á borð við þetta er jafn sláandi, ef ekki róttækt, og raun
ber vitni. Tranströmer hóf að yrkja fyrir alvöru eftir seinna stríð, og er nú
á sínu 85. aldursári, við upphaf enn einnar styrjaldarinnar í Mið-Austur-
löndum.
Frá upphafi fólst áskorun hans í að finna nýtt tungumál til að tjá inni-
leika og ábyrgð mannsins, rétt eins og Heaney og Muldoon gerðu í stjórn-
málaróstum eigin samtíma.
„Á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina tóku mörg sænsk skáld að velta