Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 104
J o h n F r e e m a n 104 TMM 2015 · 2 afkastanna. Á sex áratugum hefur hann einungis gefið út ellefu ljóða söfn, og geymir ekkert þeirra fleiri en tuttugu ljóð. Eintak af heildarsafninu liggur í seilingarfjarlægð á meðan við búum okkur undir samtalið, eins og leiðarbók yfir staðina sem Tran strömer hefur heimsótt í huga sér. Ég spyr hvort Tranströmer hafi tekið að líta á ljóðlistina sem eins konar vegvísi. „Já, já,“ tekur hann undir, með nánari útlistun Monicu: „Leið til þess að komast nær leyndar dóminum. Ég held að það sé góð myndlíking fyrir ljóðlistina.“ Umráðasvæði hans var ekki stórt yfirferðar, en það var þeim mun meira á dýptina. Megnið af starfsævi sinni vann hann sem sálfræðingur, fyrst á betrunarheimili fyrir unga drengi og síðar sem vinnusálfræðingur á vegum sænska ríkisins. Ljóðagerð Tranströmers er knúin ástríðu og gædd djúpum, sálfræðilegum krafti. Sömu tákn og fyrirboðar skjóta endurtekið upp kollinum: árstíðirnar og veðrabrigði þeirra, draumfarir og tvífarar, fortíðarsaga fjölskyldu hans. Að lesa ljóð Tranströmers er einna líkast því að ganga inn í lævi blandið innra rými sem búið er að gera sjónrænt, þrungið margvíslegum táknum, kennileitum og bendingum. Stundum beitir Tranströmer afstrakt mynd- máli, en bestu ljóð hans eru eins innileg og koss í myrkri. Hann nær að framkalla þessa nánd í gegnum skilningarvitin, og með því að þurrka smám saman út hið sjálflæga „ég“. Sem dæmi má nefna ljóðið „Morgunfuglar“, sem hefst á því að skáldið stígur upp í bíl sinn, umbreytist í lýsingu á háværum söng skjónna og lýkur á þessum mikilfenglegu ljóðlínum, sem gætu staðið sem leiðarvísir að höfundarverkinu öllu: Stórkostlegt að finna ljóð sitt vaxa og minnka jafnframt sjálfur. Það stækkar, kemur í minn stað. Það ýtir mér til hliðar. Það fleygir mér út úr hreiðrinu. Ljóðið er ort. (Tomas Tranströmer: Ljóð 1954–2004, þýð. Njörður P. Njarðvík, bls. 114) Að Muldoon og Heaney skuli handgengnir Tranströmer gefur vísbendingu um hvers vegna ljóð á borð við þetta er jafn sláandi, ef ekki róttækt, og raun ber vitni. Tranströmer hóf að yrkja fyrir alvöru eftir seinna stríð, og er nú á sínu 85. aldursári, við upphaf enn einnar styrjaldarinnar í Mið-Austur- löndum. Frá upphafi fólst áskorun hans í að finna nýtt tungumál til að tjá inni- leika og ábyrgð mannsins, rétt eins og Heaney og Muldoon gerðu í stjórn- málaróstum eigin samtíma. „Á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina tóku mörg sænsk skáld að velta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.