Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 107
Vi ð t a l v i ð To m a s Tr a n s t r ö m e r TMM 2015 · 2 107 fingraför eyjunnar eru hvarvetna sýnileg í elstu ljóðum Tranströmers. Hér var komið skáld sem „fálmaði eftir verkfæri athyglinnar“, svo vitnað sé til eins af fyrstu ljóðum Tranströmers, „Hann sem vaknaði við söng yfir þök- unum“. (Ljóð 1954–2004, þýð. Njörður P. Njarðvík, bls. 46) Viðbrögðin við frumraun þessa 23 ára undrabarns létu ekki á sér standa. Líkt og Sandström segir: „Hann sló strax í gegn hjá gagnrýnendum, sem hafa haldið tryggð við hann allar götur upp frá því. Upphafsár 6. áratugarins voru blómatími módernismans. Töffararnir í þá daga voru ekki í bílskúrs- böndum, þeir stigu á stokk og lásu upp ljóð.“ Tranströmer gaf út þrjú ljóðasöfn til viðbótar á þessum umbyltingar- árum. Í hverju þeirra dýpka tengsl hans við landslagið, um leið og mynd- mál Tranströmers verður áleitnara, kynngimagnaðra. Eftir að blómatími módernismans í sænskri ljóðlist leið undir lok, færðist Tranströmer æ lengra inn á við í verkum sínum og varð, eftir því sem Sandström segir, „nánast bókmenntategund út af fyrir sig.“ *** Um þetta leyti hófust bréfaskipti Tranströmers og Roberts Bly, bandaríska ljóðskáldsins, þýðandans og bókmenntaritstjórans. Bly, sem er borinn og barnfæddur í Minnesota og afar skrautlegur karakter, hafði komið á fót bókmenntatímariti sem átti eftir að skipta um nafn á hverjum áratug. Árið 1964 kallaðist tímaritið „7. áratugurinn“, og í mars það sama ár skrifaði Tranströmer, þá þrjátíu og tveggja ára gamall, ritstjóra þess í Madison í Minnesota og spurði hvernig hann gæti orðið sér úti um eintak. Bly svaraði um hæl og lýsti því hvernig hann hefði einmitt þann sama dag ekið yfir Minnesota-fylki þvert og endilangt til að næla sér í eintak af bók Tranströmers Ófullgerður himinn á sænsku. Á næstu 25 árum áttu skáldin eftir að skiptast á hundruðum bréfa, og svöluðu þannig þorsta hvor annars fyrir alþjóðlegu bókmenntaslúðri. Saga þessarar vináttu og áhrifa hennar er rakin í Air Mail, bók sem Tranströmer er svo kær að þegar ég dreg upp eintakið mitt, teygir hann sig eftir því og virðist ófús að láta það af hendi. Þegar maður les í gegnum safnið, skilur maður hvers vegna Tranströmer vill hafa það nærri. Á síðum þess er fönguð vinátta sem svífur á bókmennta- legum mótvindum, vinátta sem olli vatnaskilum í lífi beggja manna. Tranströmer og Bly þýða verk hvor annars og ergja sig á stjórnmála- ástandinu. Ljóð Blys um stríðið í Víetnam fást ekki útgefin. Á sama tíma liggur Tranströmer undir ámæli heimafyrir frá marxistunum fyrir að halda sig til hlés. „Almennt talað,“ segir Tranströmer, eftir að hafa gefið Bly nasa- sjón af nokkrum yfirlætislegum bókadómum, „þá hafa ungir marxistar afar takmarkaða þolinmæði fyrir ljóðlist hér í Svíþjóð.“ „Tomas skrifaði reiðinnar býsn af sendibréfum, ekki bara til Blys heldur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.