Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 109
Vi ð t a l v i ð To m a s Tr a n s t r ö m e r TMM 2015 · 2 109 bréf Tranströmers til Blys æ ljóðrænni. Á köflum minnir hann einna helst á Blake. „Mér finnst stundum eins og einhver dulin Vitund hafi lagt mér skyldur á herðar. Hvers vegna þarf ég að lifa við þessa eilífu óvissu, að sjá og heyra alla þessa hluti, hver er merkingin með því?“ Aðspurður hvort þessi andlega sýn dragi dám af búddasið, rifjar Monica upp að Tomas hafi verið spurður þeirrar spurningar áður, og hann kinkar kolli við svarinu sem hún gefur: „Þú sagðist aldrei hafa lagt þig sérstaklega eftir búddískum fræðum. Og þá sagði viðmælandi þinn að ef sú væri raunin, þá værirðu eins konar búddisti frá náttúrunnar hendi. En ekki fyrir ástundun.“ *** Þessi yfirskilvitlega skyldurækni ljær skáldskap Tranströmers auðmýkt. Hann þykist ekki hafa svör á reiðum höndum, og hann dvelur ekki lengur en nauðsynlegt er við myrkrið. „Það er svo margt fínt hjá Tomasi,“ segir norska skáldið Jan Erik Vold, sem hefur þekkt og þýtt Tranströmer í fjóra áratugi. „Eitt af því er að hann vissi alltaf hvar hann ætti að geyma myrkrið.“ Hæfileiki Tranströmers til að hugleiða óendanleikann án þess að hleypa myrkrinu að, hefur gert hann að einu víðlesnasta skáldi heims. Frá því á 7. áratugnum, en einkum þó þeim 8., hófu verk hans að birtast í þýðingum, ekki síst enskum. Um þær mundir hitti Tranströmer Allen Ginsberg í Mexíkóborg og W.S. Merwin í Svíþjóð. Og leiðir hans og sýrlenska skáldsins Adonis lágu einnig fyrst saman á þessu sama tímabili sem einkenndist af tíðum ferðalögum og útgáfum á verkum Tranströmers. Báðir höfðu þeir hlotið verðlaun frá University of Pittsburgh. Mörgum árum síðar átti Adonis eftir að hjálpa til við að þýða og koma heildarverki Tranströmers út á arabísku. Hann fékk þau hjón líka til Líbanon og Sýrlands í upplestrarferð, sem Adonis segir í tölvupósti mörgum áratugum síðar að hafi verið „ljóð þrungið ítrustu mennsku, og útvíkkun á ljóðlist hans.“ Adonis hefur lesið ljóð Tranströmers gaumgæfilegar en flestir og telur einnig að hann sé mystíker, en ekki í hefðbundnum skilningi þess orðs. „Þegar ég tala um mystík í ljóðum Tranströmers,“ skrifar hann í tölvupósti frá París, „þá á ég við sýn sem bútar ekki veröldina niður í tvö hólf: „efni“ og „andi“, heldur gerir sér grein fyrir því að tilvistin er ein og óskiptanleg.“ *** Erfitt er að segja hvort þessi lífsafstaða Tranströmers hafi gert honum lífið auðveldara eftir heilablóðfallið. Eftir það hefur hann einungis gefið út tvær bækur, stutta endurminningabók, Minningarnar sjá mig, en flesta kafla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.