Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 110
J o h n F r e e m a n 110 TMM 2015 · 2 bókarinnar hafði hann skrifað fyrir slagið, og hækukverið Sorgargondóllinn (1996). Hækuyrkingarnar, sem Tranströmer lagði sig í auknum mæli eftir í kjölfar heilablóðfallsins, voru að sögn Monicu „tæknileg og raunhæf lausn, sem kom eðlilega.“ Tomas jánkar um leið og Monica heldur áfram: „Ég held að þessi ströngu form feli í raun í sér visst frelsi. Að vinna með þær hömlur sem formið leggur á mann getur tekið á sig mynd eins konar leiks.“ Þegar spurt er hvað minnisbækur Tranströmers geymi, hvort enn sé von á einum lokaleik, færist skuggi yfir andlit Monicu og herbergið þrengist. – Ég held að þér sé óhætt að sleppa þessari spurningu, Tomas, segir Monica. Það er til heill kistill af bréfum og „örlítið safn er á döfinni,“ segir Monica, „svo mikið vitum við.“ Og við það er lokapunkturinn settur við samtal okkar. Monica býður okkur virðulega inn í litla eldhúsið, þar sem föt með kjúklingabitum og hrísgrjónum, gróft brauð og bjórkrúsir bíða. Klukkustund síðar, að máltíðinni lokinni og eftir stutta heimsókn til nágranna þeirra hjóna, komum við aftur í bláa húsið til að kveðja gestgjafa okkar í síðasta sinn. Ljósmyndirnar hafa verið teknar, búið er að bóka farið með ferjunni. Ég kem að Tranströmer þar sem hann situr úti í garði baðaður geislum sólarinnar, aftur kominn með útvarpið í kjöltu sér. Monica situr við hlið hans og hvílir hönd sína á hné hans. Sænska ríkisútvarpið er að spila „Söng- inn til mánans“ úr óperu Dvoráks, Rusalka, einni fegurstu óperu sem samin hefur verið. Og þannig, rétt si svona, færir alheimurinn okkur í fang eina af sínum óvæntu vísbendingum. Tranströmer var mikilfenglegt ljóðskáld af því að hann fann leið til þess að hugleiða óendanleikann, og neitaði að líta undan. Ein af ástæðum þess að honum auðnaðist að gera það svo fagurlega var þó sú, að rétt eins og hver sá söngvari sem syngur betur í dúett, þá gerði hann það ekki – og gerir það ekki – einn og óstuddur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.